fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Bergur Þorri féll fjóra metra: „Fann ekkert fyrir skrokknum á mér“

Var ákveðinn í að láta ekki bugast – „Lífið heldur áfram“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 19. júlí 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú ert ekki alveg meðvitaður um hvað er að gerast. Síðan breytist þetta í ákveðið sjokk þegar það er tekið um öxlina á þér og það er horft beint í augun á þér og sagt: „Svona er staðan. Svona verður staðan,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, viðskiptafræðingur og varaformaður Sjálfsbjargar sem í júlílok árið 1999 féll fjóra metra niður um þak og lenti á bakinu á steinsteyptu gólfi. Afleiðingarnar voru þær að Bergur lamaðist fyrir neðan mitti og hefur hann síðan þá verið bundinn við hjólastól. Hann tók meðvitaða ákvörðun um að láta ekki bugast þrátt fyrir áfallið heldur halda áfram með lífið af fullum krafi. Hann kveðst í dag pæla lítið í sínu hlutskipti en segir marga í sinni stöðu gjarna á að skilgreina sig út frá því sem kom fyrir þá.

„Ég man þennan dag ágætlega vel. Þangað til ég er deyfður niður,“ segir Bergur Þorri í þættinum Örlögin á Hringbraut en daginn sem slysið átti sér stað var hann að vinna uppi á þaki Íþróttaskemmunar á Akureyri, við að rífa upp þakið. Steig hann til hliðar en þá gerðist það að klæðningin á þakinu gaf sig og Bergur féll í gegn. Hann segist nær ekkert muna hvað gerðist eftir það.

„Ég man bara að ég er að fara að detta og þá er bara klippt á. Auðvitað gerir maður sér grein fyrir að eitthvað er að fara að gerast en ég held að það hafi nú flogið í gegnum hugann á mér að ég myndi bara detta til hliðar eða eitthvað en auðvitað var það allmikið meira,“ segir hann en við slysið brotnuðu tveir hryggjarliðir, og fór annar þeirra „í mél“ eins og hann orðar það, auk þess sem lungað féll saman og bein brotnaði í hendinni. Þá brotnaði mænan einnig en Bergur segir að það hafi líklega bjargað lífi hans að hann var með hjálm þegar slysið varð. Hann rankaði samstundis við sér og ætlaði strax að hreyfa sig. „En ég fann bara ekkert fyrir skrokknum á mér, nema þá efsta partinum.“

Hann kveðst hafa farið í ákveðna afneitun þegar honum var fyrst tjáð að að hann hefði lamast, en jafnframt upplifað ákveðið kæruleysi:

„En einhvern veginn – ég get ekki almennilega útskýrt það nema bara að ég hafi hreinlega ákveðið það með sjálfum mér, þá læturu þetta ganga upp. Þá á ég við það í stóra samhenginu að þú verður að halda áfram,“ segir hann en hann var kominn langleiðina með að klára stúdentspróf þegar slysið varð. Honum tókst að ljúka prófinu og hélt síðan í háskólanám, en viðurkennir að það hafi þó verið ótímabært á þeim tíma. Lífi hafi þó einfaldlega haldið áfram.

„Þetta hélt samt alltaf ákveðnum dampi. Þegar ég náði að halda bókinni og klára að lesa hana í stað þess að leggja hana frá mér í vorkunnsemi.“

„Samfélagið gerir mann fatlaðan“

Bergur tjáði sig einnig um þennan örlagaríka dag í lífi sínu í viðtali við DV árið 1999 þar sem hann sagði meðal annars: „Þetta er mesta kjaftshögg sem ég hef nokkurn tima fengið. Mér dauðbrá þegar ég rankaði við mér og gat ekki hreyft fæturna. Það er eiginlega ekki hægt að hugsa sér það verra. Samt er þetta ekkert sem drepur mann. Þetta rústar lífi manns í ákveðinn tíma, en með því að vera sæmilega sterkur getur maður unnið sig í gegnum það. Maður sættir sig þó aldrei við þetta.“

Viðtalið sem birtist við Berg í DV á sínum tíma. Mynd/Skjáskot af timarit.is
Viðtalið sem birtist við Berg í DV á sínum tíma. Mynd/Skjáskot af timarit.is

Bergur telur ýmislegt vera ábótavant þegar kemur að aðgengi og þjónustu við fatlaða einstaklinga í samfélaginu, enda samfélagið fyrst og fremst hannað fyrir þá sem eru fráir á fæti. Þannig upplifa fatlaðir einstaklingar það þannig að samfélagið geri hreinlega ekki ráð fyrir þeim.

„Samfélagið gerir mann fatlaðan. Það eru allar þessar hindranir, þú nýtir þér ekki alla þessa þjónustu sem samfélagið býður öllum öðrum uppá. Það getur farið alveg óstjórnanlega í taugarnar á mér stundum.“

Hann hefur sjálfur aldrei titlað sig sem öryrkja og telur samfélagið fullfljótt að flokka einstaklinga niður í hin og þessi hólf.

„Ég meina, þú ert eitthvað. Ég held líka, svo ég leyfi mér að gagnrýna þennan hóp sem ég tilheyri, að menn mættu gera miklu meira af því að brjóta þetta upp.“

Hann segir algengt að einstaklingar „festist“ í því sem kom fyrir þá og skilgreini sig út frá því. Sjálfur pælir Bergur lítið í því dagsdaglega að hann sé lamaður fyrir neðan mitti.

„Þú ert fyrst og fremst með hugann við vinnuna, fjölskylduna, börnin þín, konuna. Í þeirri röð sem það á við hverju sinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Í gær

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Í gær

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“