fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Kom nakinn fram

Jóhannes Haukur telur ekki eftir sér að leika í nektarsenum – Þorði ekki að taka stera

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. júní 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann flýgur um heiminn, gistir á fyrsta flokks hótelum, fær alltaf eitthvað gott að borða og bíður og bíður og bíður. Þannig er líf leikarans hér um bil. Jóhannes Haukur Jóhannesson er ekki lengur á barmi heimsfrægðar, enda er hann kominn þangað. Hlutverkin rúlla inn á passlegum hraða og inni á milli utanlandsferðanna nýtur hann lífsins með fjölskyldunni. Ragnheiður Eiríksdóttir hitti Jóhannes (og skeggið hans) yfir kaffibolla og fékk að vita sannleikann um stjörnulífið sem er kannski dálítið meira en lúxus og bið.

Kemur nakinn fram

Í Svartur á leik kom Jóhannes nakinn fram og minnug þess finnst mér kominn tími til að spyrja hvort það sé gaman. „Þetta var mjög skemmtilegt atriði, ég var þessi brjálaði dópsali, eins og dýr, nakinn kjötskrokkur í búri. Ég hef alls ekkert á móti nektarsenum. Samt kostar það meiri vinnu í ræktinni. Maður þarf að miða allt við tökudaginn, þjálfa eins og brjálæðingur og vatnslosa svo þremur dögum fyrir stóra daginn til að verða meira skorinn og láta vöðvana sjást sem mest.“

Þú hefur ekkert ákveðið að fá þér stera?
„Ég skoðaði þann möguleika reyndar, enda er ég ekki íþróttamaður, en þorði svo ekki. Ég talaði við fjölda vaxtarræktargaura sem þóttust vera miklir sérfræðingar, en þegar læknir útskýrði fyrir mér aukaverkanirnar var ég fljótur að hætta við. Ég geri helst ekki neitt nema að vel athuguðu máli. Svo þurfti ég eiginlega ekki á svona mikilli vöðvastækkun að halda, ég er stór og þurfti bara að losa mig við fitu.“

Jóhannes segist ekki eiga sér draumahlutverk lengur. „Þegar maður var yngri og nýútskrifaður leikari voru ákveðnir hlutir sem maður vildi gera. En eftir því sem ég eldist og þroskast hafa hlutirnir breyst. Sérstaklega eftir að börnin fæddust. Núna er fjölskyldan og uppeldi þeirra í forgangi og vinnan er í öðru sæti og það sem ég vinn við er eiginlega háð tilviljunum. Draumurinn er að fá að halda því áfram og njóta fjölbreytninnar. Það er frábært að þetta gangi núna, en ég veit ekki hversu lengi það varir. Tilfinningasveiflurnar geta verið miklar – þegar tilboð koma fyllist maður af lofti og sjálfstraustið fer á flug, en svo þarf maður að taka höfnun þess á milli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Í gær

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Í gær

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“