fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Gekkst undir keisaraskurð og vaknaði upp fótalaus

Auður Ösp
Mánudaginn 30. maí 2016 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung móðir fór á dögunum á sj úkrahús til að eignast barn. Sex dögum síðar vaknaði hún eftir keisaraskurð og uppgvötvaði sér til skelfingar að báðir fætur hennar höfðu verið fjarlægðir fyrir neðan hné.

Hin tæplega þrítuga Ella Clarke kemur frá Devon í Englandi. Á meðan hún gekk með sitt áttunda barn var henni tjáð að hún væri með fyrirsæta fylgju, en slíkt útilokar eðlilega fæðingu og þurfa því konur sem með það greinast að gangast undir keisaraskurð. Hafði Ella áður gengist undir slíka aðgerð og kveðst því ekki hafa verið hrædd, heldur einungis spennt fyrir því að fá litlu stúlkuna sína í heiminn.

Í desember 2015 var dóttir hennar tekin með keisaraskurði en missti Ella þá mikið blóð. Ástæðan var viðgróin fylgja en slíkt er algegnt hjá konum sem áður hafa gengist undir keisaraskurð. Til að bjarga lífi hennar ákváðu læknar að fjarlægja legið. Var Ella þvínæst að fullu svæfð þannig að hún missti vökuvitund og síðan flutt á gjörgæslu, vegna mikillar hættu á blóðtappamyndun.

Í viðtali við MailOnline segir Ella að vakthafandi læknar hafi látið of langan tíma líða á milli þess sem þeir athuguðu að ástandi hennar eða rúmar fimm klukkustundir. Sé það ástæðan fyrir því að blóðflæði í fætur hennar stöðvaðist. Reyndu læknar árangurslaust að koma blóðflæði í fótum hennar aftur á stað en í lokin var ljóst að fjarlægja þurfti báða fætur hennar sökum hættu á því að annars myndu leifar blóðtappans fara með blóðrásinni yfir í aðra hluta líkamans en slíkt hefði dregið hana til dauða.

„Ég man eftir augnablikinu þegar ég vaknaði. Ég hélt að ég væri að vakna úr keisaraskurði og að einhver væri að fara að rétta mér litlu fallegu stelpuna mína. Ég hafði ekki hugmynd um að ég væri að vakna úr dái,“ segir Ella og bætir við að í fyrstu hafi hún ekki gert sér grein fyrir því sem læknar sögðu, að búið væri að fjarlægja fætur hennar, enda í miklu lyfjamóki.

„Það var ekki fyrr en dóttir mín var sett í fangið á mér að ég gerði mér grein fyrir því sem raunverulega hafði gerst, og þeirri heftu framtíð sem beið mín,“ segir hún þvínæst. Hún segir þennan harmleik hafa nánast splundrað fjölskyldunni. Börn hennar þori ekki lengur að faðma hana og hún sé nú „skugginn af sjálfri sér“

„Ég fór frá því yfir að vera stöðugt á ferðinni yfir í það að vera bundin við hjólastól. Ég hef ekki getað hætt að gráta. Fimm ára barnið mitt getur ekki horft á mig vegna þess að hún er svo hrædd við mig.“

Hún fékk gervifætur í mars síðastliðnum og hefur síðan þá reynt að venjast hinu nýja lífi, meðal annars með hjálp sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa. Hún segir líf sitt aldrei verða samt eftir þetta en hún og maður hennar hafa fengið afsökunarbeiðni frá sjúkrahúsinu og samkvæmt talsmanni sjúkrahússins er málið í rannsókn.

„Hvers konar líf get ég átt núna? Þetta er búið að hafa verri áhrif á líf okkar heldur en hægt er að ímynda sér,“ segir Ella jafnframt en hún telur fullvíst að hægt hefði verið að koma í vegg fyrir fótamissinn ef að læknar hefðu athugað ástand hennar á klukkutíma fresti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“