fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Hjartnæm ástarsaga Katrínar og Júlíusar: Hittust sem ungabörn og eru gift í dag

„Fjölskyldan segir að stjörnurnar hafi ætlað okkur saman frá degi eitt“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 3. maí 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víst er að ófá ástarsambönd verða til eftir kynni fólks á næturlífinu, vinnustaðnum eða í gegnum sameiginlega vini. Það eru þó færri pör sem hafa þekkt hvort annað frá því þau voru ungabörn líkt og þau Katrín Knudsen og Júlíus Ingi Júlíusson enda vekur ástarsaga þeirra ætíð mikla lukku hvar sem hún er sögð.

Saga hjónanna vann nýlega til verðlauna í myndaleiknum Tímamót sem tryggingafélagið TM stendur fyrir og birtist frásögnin á Facebooksíðu leiksins

„Okkur finnst mjög gaman að geta sagt þessa sögu enda kanski ekki algengt að fólk kynnist svona snemma á ævinni. En við bjuggumst nú ekki alveg við svona miklum viðbrögðum, “ segir Katrín létt í bragði í samtali við blaðamann en þau hjón eru í dag búsett í Hafnarfirði ásamt sonum sínum tveimur sem eru 11 og 9 ára.

Meðfylgjandi ljósmyndir af Katrínu og Júlíusi fylgdu frásögninni en þær eru teknar með rúmlega 35 ára millibili, á fyrri myndinni eru þau á fyrsta ári og þá er seinni myndin tekin á brúðkaupsdegi þeirra hjóna árið 2015. „Strákarnir okkar vita auðvitað söguna af því hvernig við hittumst og svo eru barnamyndirnar af okkur uppi á vegg,“ segir Katrín jafnframt en aðeins 3 vikur eru á milli afmælisdags hennar og afmælisdags Júlíusar.

Hún bætir við að mæður þeirra hafi hist skömmu eftir að Júlíus fæddist, og móðir Katrínar var enn ófrísk. „Það hefur oft verið gert grín að því að ég hafi litist svona vel á hann að ég hafi ákveðið að drífa mig í heiminn eins fljótt og hægt var,“ segir Katrín hlæjandi en sögu hennar og Júlíusar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Fyrsti kossinn eftir Jet Black Joe tónleika

„Við Júlíus Ingi kynntumst gegnum fjölskyldur okkar en afi minn og pabbi hans voru saman á sjó á sínum tíma. Fjölskyldur okkar eru miklir vinir og í góðu sambandi.

Við ólumst bæði upp í Ólafsvík og vorum heilmikið í kringum hvort annað, héldum á tímabili að við værum skyld. Júlíus flytur úr bænum með foreldrum sínum þegar hann er 4 ára en heldur áfram að koma reglulega til ömmu sinnar sem bjó þar enn og við lékum oft saman.

Þegar við náðum 12 ára aldri hittumst við ekki eins mikið, enda komin á gelgjuna og farin að hitta meira aðra krakka.
Við fengum samt fréttir af hvort öðru gegnum fjölskyldumeðlimina sem voru duglegir að hittast yfir kaffi.

Árið 2002 var bæjarhátíð í Ólafsvík og við vorum bæði þar ásamt fjölskyldum okkar. Ég átti að koma fram með hljómsveit bæjarins bæði á hátíðinni yfir daginn og svo á ballinu um kvöldið. Júlíus hafði planað að hitta mig bæði skiptin en þar sem hann var líka með nokkrum félögum breyttust þær áætlanir.

Daginn eftir þurfti ég að rjúka aftur til Reykjavíkur en ég gleymdi gönguskónum mínum heima hjá ömmu minni og afa. Þegar ég fattaði að skóna vantaði, hringdi ég í ömmu og það vildi til að tengdamamma var í heimsókn og sagðist ætla taka skóna fyrir mig. Þá fengjum við Júlíus loks ástæðu til að hitta hvort annað.

Þegar ég og pabbi skruppum heim til þeirra 2 kvöldum seinna þá hittumst við Júlíus loksins. Við vorum bæði mjög feimin en náðum strax að spjalla og rifja upp gamla tíma. Við skiptumst á símanúmerum og urðum fljótlega mjög skotin í hvort öðru. Fyrsti kossinn okkar var eftir Jet Black Joe tónleika á Nasa sem mamma hafði unnið í einhverjum útvarpsleik en hún var fljót að gefa mér miðana og sagði mér að bjóða Júlla á deit

Eftir þetta var ekki aftur snúið og það var ekki einu sinni erfitt að hitta tengdó í fyrsta sinn.

Fjölskyldan okkar segir að stjörnurnar hafi ætlað okkur saman frá degi eitt.

Við höfum sem sagt verið í sambandi í 14 ár, trúlofuð í 12 ár og gift í tæpt eitt ár
Við eigum tvo syni sem eru 11 og 9 ára og búum í Hafnarfirði.

Ég hef þekkt lífsförunautinn minn í 35 ár og hann er minn besti vinur og sálufélagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla