fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Hugleikur Dagsson laminn: „Ég átti aldrei séns í gaurinn“

„Er ekkert reiður út í þennan mann“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 26. maí 2016 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að vissu leyti skil ég þennan mann. Ég hugsa ekki um hann sem einhvern hálfvita,“ segir uppistandarinn og myndasöguhöfundurinn Hugleikur Dagsson í samtali við DV en hann varð fyrir óskemmtilegri reynslu á dögunum þegar hann varð fyrir líkamsárás af hálfu manns á skemmtanalífinu í miðborg Reykjavíkur. Hann kveðst vera reynslunni ríkari eftir þetta atvik, enda hafi það vakið hann til umhugsunar um ofbeldi og eðli fólks þegar að því er vegið. Sá á Hugleiki eftir árásina.

Í samtali við blaðamann segir Hugleikur að atvikið hafi átt sér stað fyrir um tveimur vikum en fer þó fínlega í nákvæmar lýsingar þegar hann er spurður hvort árásin hafi verið tilefnislaus: „Í grófum dráttum má segja að það hafi verið sært stolt sem olli því að þessi maður réðst á mig, svona eins og í flestum tilvikum þegar ofbeldisverk eiga sér stað undir áhrifum áfengis í miðbænum. Þetta var allavega ekki eitthvað sem ég lét viljandi gerast.“

Hugleikur lýsir því þannig að við aðfarir mannsins hafi hann breyst í svokallaða „mannkúlu“ líkt og beltisdýr og hafi lítið gert til að verja sig, annað en segja „ái“ og „hættessu.“ Yfirleitt taki menn upp á því í slagsmálum að annaðhvort slást á móti eða flýja en þetta hafi verið hans viðbrögð. „Ég myndi mæla með því ef einstaklingur lendur í slagsmálum, að annað hvort flýja eða fara í mannkúluna.“

„Ég myndi nú samt segja að ég hafi sloppið frekar vel, allavega hlífði hann andlitinu og klofinu. Ég er ennþá með kúlu á sköflungnum og beinið er pínu bólgið. En ég er ekkert reiður út í þennan mann. Ég þekki hann ekki nógu mikið til að mynda mér einhverjar skoðanir,“ bætir hann síðan við en hann tjáði sig einnig um atvikið í pistli í Fréttablaðinu og varpar fram eftirfarandi fullyrðingu:

„Alltaf þegar ég sé tvo gaura slást á djamminu skammast ég mín fyrir að vera sömu tegundar. Báðir aðilar breytast í vanþroskaða apa. Það er ekki eins og í bíómyndunum þar sem ofbeldi er kúl og kóreógrafað með sánd-effektum. Í veruleikanum er það í besta falli hlægilegt og sorglegt á sama tíma. Ofbeldi er tungumál fólks með takmarkaðan orðaforða. Sá tapar sem á fyrsta höggið.“

„Ég myndi mæla með því ef einstaklingur lendur í slagsmálum, að annað hvort flýja eða fara í mannkúluna“

„Ég átti reyndar aldrei séns í gaurinn því ég kann ekki að lemja. Það er bara svo asnalegt að lemja. Burtséð frá allri „ofbeldi er rangt“ predikuninni, þá er ofbeldi bara svo fokking lúðalegt.“

„Það er eins og þegar áfengi er við hönd þá eigi fólk það til að detta í frummanninn og þá brýst þetta út. En ég veit að ég gæti aldrei brugðist við með ofbeldi ef að mitt stolt væri sært á djamminu, ég myndi frekar labba frá í fýlu og svo bara panta pítsu daginn eftir,“ segir Hugleikur en hann hyggst segja nánar frá atvikinu, ásamt því að fara um víðan völl á uppistandskvöldinu Icetralia sem haldið verður á Húrra í kvöld. „Ég get allavega sagt að ég er stoltur af því að hafa brugðist við á þennan hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi