fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Úr skurðlækningum og hagfræði í sætabrauð og sælkerarétti

Sælkeramatur fyrir upptekið fólk

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. maí 2016 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknirinn Martina Nardini og hagfræðingurinn Rakel Eva Sævarsdóttir reka ásamt eiginmönnum sínum veitingastaðinn Borðið sem opnaði nýlega við Ægisíðu. Vinkonurnar ventu kvæði sínu í kross fyrir tæpu ári síðan, hættu í fyrri störfum og pæla nú í sætabrauði og sælkeraréttum allan liðlangan daginn.

Veitingastaðurinn Borðið var opnaður fyrir rúmum mánuði og var staðnum ætlað að mæta eigin þörfum Martinu og Rakelar Evu, það er, að elda hollan og góðan sælkeramat fyrir upptekið fólk sem hefur ekki tíma til að gera það sjálft. Úr varð að þær eru í dag ennþá uppteknari en áður og standa vaktina til þess að þjónusta annað upptekið fólk á úlfatímanum milli 16–20 alla virka daga. Segjast þær ánægðar með að hafa fylgt draumum sínum eftir.

„Við höfðum verið saman í matarklúbbi en hittumst fyrir tilviljun á matarmarkaðinum Krás síðastliðið sumar. Þar byrjuðum við að ræða eldgamla hugmynd sem við höfðum báðar gengið með í maganum. Við ákváðum innan um allan sælkeramatinn á Krás að hittast ásamt eiginmönnum okkar og ræða þessa hugmynd af fullri alvöru. Við unnum svo í hugmyndavinnu næstu vikurnar en skömmu síðar vorum við búin að kaupa húsnæðið og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Martina og eldmóðurinn leynir sér ekki.

Endalaust hægt að hugsa „ef“

Borðið er fjölskyldufyrirtæki þar sem þær stöllur ásamt eiginmönnum sínum hafa unnið allt frá grunni. Þar er bæði verslun með sælkeramatvöru og hægt að sækja sér hægeldaðan kvöldverð á góðu verði. Martina og Rakel sjá ekki eftir þeim miklu breytingum sem þær gerðu á lífi sínu til þess að gera Borðið að veruleika.

„Það er endalaust hægt að hugsa ef þetta og hitt og ég viðurkenni alveg að nýlega hef ég hugsað hvað það gæti verið fínt að vinna bara hefðbundna 9–5 vinnu þar sem ég get sinnt börnunum mínum áhyggjulaus eftir vinnu. En það varir bara í nokkrar sekúndur því það er svo gaman að gera og starfa við sitt eigið,“ segir Rakel Eva, sem nýlega lauk meistaranámi í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands en Martina stefnir á framhaldsnám í lýtalækningum. En skyldi fyrri reynsla þeirra og menntun hafa nýst við gerð Borðsins?

„Já, hagfræðin hennar Rakelar hefur sannarlega nýst okkur,“ segir Martina brosandi um leið og hún þvertekur fyrir að hún hafi mikið notað læknisfræðina á Borðinu. Þar hafi sem betur fer ekki komið upp bráðaofnæmi en hún hefur þó sett einn plástur og séð um að sjúkrakassinn á staðnum sé óaðfinnanlegur.

En Rakel gefur lítið fyrir það að hagfræðin hafi komið að miklum notum.

„Ég tók einn skitinn bókhaldskúrs árið 2000 og eitthvað, þannig að ég get ekki sagt að ég sé sleip í þeim efnum. En auðvitað er öll reynsla góð og mér finnst til dæmis meistaranámið mitt hafa oft komið að góðum notum.“

Uppeldið haft áhrif

Martina nefnir líka að uppeldið hafi haft mikil áhrif á þær en hún ólst sjálf upp við veitingarekstur föður síns á veitingastaðnum Ítalíu við Laugaveg.

„Nám okkar og reynsla hefur að sjálfsögðu nýst með margs konar hætti, eins og til dæmis að höndla það að vinna undir pressu og halda mörgum boltum á lofti. En mér finnst líka uppeldið hafa hjálpað mikið til. Heima hjá mér var stöðugt verið að hugsa um mat og sætabrauð allan daginn. Var það líka þannig hjá þér Rakel?“ spyr Martina vinkonu sína forvitin.

„Já, ekki spurning og sér í lagi í seinni tíð, foreldrar mínir eru miklir áhugamenn um góðan mat og matargerð. Einnig hefur Friðrik, maðurinn minn, og tengdaforeldrar haft mikil áhrif á mig enda er ég búin að vera hluti af þeirra fjölskyldu hálfa ævi mína,“ segir Rakel og hlær.

Aðspurðar um samstarfið lofa þær hvor aðra og segja það hafa gengið næstum hnökralaust.

„Fyrir vorum við ekkert alltaf saman og ég held að það sé gott. Við erum gamlir kunningjar úr MR og vorum saman í matarklúbbi en við vorum ekkert að hittast á hverjum degi. En fyrst og fremst snýst þetta um að vanda sig, vera alltaf hreinskilinn og tala skýrt hvert við annað, sér í lagi þegar það er mikið álag og mikð stress,“ segir Rakel.

Vinkonurnar eru augljóslega brattar saman og að loknu viðtali leggjast þær yfir fjórar nýjar uppskriftabækur sem Rakel kom með að heiman. Nýjar bragðtegundir og nýir réttir eru því greinilega í farvatninu á heimilislega og fallega veitingastaðnum þeirra, Borðinu við Ægisíðu 123.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“