fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Unnusta Hjalta varð bráðkvödd í janúar: Hvetur fólk til að taka utan um ástvini sína – enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér

Ebba varð bráðkvöldd 17. janúar – Hjalti skrifar hjartnæma áminningu sem allir geta tekið til sín

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 20. maí 2016 02:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hvet ykkur vinir að taka utan um þá sem ykkur þykir vænt um og eyða ekki tímanum í þras út af smáhlutum, því enginn veit hvað dagurinn á morgun ber í skauti sér,“ segir Hjalti Þór Sveinsson sem missti unnustu sína, Vilfríði Hrefnu Hrafnsdóttur, fyrir fjórum mánuðum. Vilfríður, eða Ebba eins og hún var alltaf kölluð, varð bráðkvödd þann 17. janúar síðastliðinn.

Kvöldið sem allt breyttist

Hjalti og Ebba höfðu verið saman í fimm ár og laugardagskvöldið 16. janúar var ekkert sem benti til þess að allt myndi breytast að sólarhringi liðnum eins og raunin varð. Ebba varð bráðkvödd á heimili þeirra á sunnudagskvöldinu. Hjalti og Ebba eiga tvö börn; Hauk Óla sem er tveggja ára og Baldur Frey sem er átta mánaða. Ebba átti dóttur, Þórdísi Ósk, úr fyrra sambandi.

Hjalti skrifaði færslu á Facebook-síðu sína sem vakið hefur mikla athygli, en í samtali við DV segir hann að markmiðið með henni hafi verið að minna fólk á að lífið getur tekið breytingum þegar maður á síst von á.

Hann rifjaði síðasta kvöld þeirra saman, laugardagskvöldið 16. janúar, upp á Facebook-síðu sinni.

Þetta var síðasta myndin sem við horfðum á saman.

„Við vorum að spá í hvaða mynd við ættum að horfa saman á. Nýja James Bond myndin Spectre varð fyrir valinu en Ebba valdi hana og var þetta bara vel valið hjá henni því við höfðum bæði gaman af myndinni og höfðum bara nokkuð kósí kvöld. Þetta var síðasta myndin sem við horfðum á saman. Svo fórum við bara að sofa eins og hvert annað kvöld og ekki gat ég ímyndað mér að nokkuð væri að,“ sagði Hjalti.

„Svo kom sunnudagurinn 17. janúar þar sem hún Ebba mín kvaddi þessa jarðvist, svona rosalega skyndilega, eins og hafbáran sem kemur og hrifsar bátana með sér í hafið, eins og þruma úr heiðskíru lofti, eins og ský fyrir sólu á heiðskírum himni,“ sagði Hjalti og bætti við að í kjölfarið hafi tekið við skrýtinn tími sem er enn í hálfgerðri þoku hjá honum.

Ebbu er sárt saknað af okkur í fjölskyldunni og hennar verður ætíð minnst sem góðrar manneskju, unnustu, mömmu, vinkonu, frænku og svo miklu meir

„Enda var heilinn í mér líklega kominn í sjálfstýringu. En þökk sé frábæru fólki gekk allt saman ótrúlega vel og fengum við gríðarlegan stuðning úr ólíkustu áttum. Við þökkum alveg kærlega fyrir það,“ segir Hjalti. Í samtali við blaðamann segir Hjalti að hann hafi fengið frábæran stuðning undanfarna mánuði og vill hann þakka þeim sem hafa létt honum og auðveldað lífið á þessum erfiða tíma. Vill hann færa fjölskyldu sinni, fjölskyldu Ebbu og vinnuveitanda sínum, Íslenskri Erfðagreiningu, innilegar þakkir.

Sárt saknað

„Ebbu er sárt saknað af okkur í fjölskyldunni og hennar verður ætíð minnst sem góðrar manneskju, unnustu, mömmu, vinkonu, frænku og svo miklu meir,“ segir hann í færslunni og bætir við að synir þeirra skilji ekki að móðir þeirra sé farin, enda litlir enn þá.

„Ég hugsa mjög oft til Ebbu og vildi óska þess að þetta hefði aldrei gerst en einhvern veginn líður hver dagur og verður aðeins auðveldari en dagurinn á undan. Það er auðvitað ekkert sem ég get gert til þess að breyta þessu en ég veit að ég mun halda áfram að gera eins vel og ég get úr lífinu með strákunum okkar og mun Þórdís fá að taka sinn þátt í okkar lífi þó hún verði ekki hjá okkur.

Ég hvet ykkur vinir að taka utan um þá sem ykkur þykir vænt um og eyða ekki tímanum í þras útaf smáhlutum því enginn veit hvað dagurinn á morgun ber í skauti sér,“ segir hann að lokum í færslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“