fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Margrét vill vitundarvakningu: „Börn störðu og þegar foreldranir föttuðu hvað börnin voru að stara á þá störðu þeir líka“

Margrét vill vitundavakningu um málefni þvagleggs- og stómafólks

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. maí 2016 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Helgadóttir er reykvísk kona á fertugsaldri. Síðastliðin tuttugu ár hefur Margrét borið þvaglegg, sem hún þurfti að fá eftir lömun sem hún fékk í þvagblöðruna. Hún telur líklegt að þetta hafi gerst eftir aðgerð sem hún fór í.

Þvagleggur er holur leggur eða slanga sem tæmir þvag fráþvagblöðrunni. Á endanum sem liggur í þvagblöðrunni er lítil blaðrasem er fyllt með vökva til að halda leggnum föstum.

Opnaði á umræðuna á Facebook

Hún opnaði sig á opinskáan hátt um málefni þvagleggs- og stómafólks í hópnum Góða systir á Facebook, en í samtali við DV segist hún vilja sjá vitundarvakningu um málefni þessa hóps í þjóðfélaginu. Í færslunni, sem tæplega þúsund manns hafa líkað við, segir hún frá atviki sem varð þegar hún fór í sund á dögunum.

„Núna er að bresta á með sundtímabilinu mikla og langar mig að minna á okkur þvaglegg og stómafólki. Ég skrifaði hérna fyrir nokkrum mánuðum og vildi bara minna á að við erum þarna úti. Ég sem sagt fór í sund í gær og get ég ekki sagt annað en að það var horft mikið,“ sagði hún og bætti við að það í sjálfu sér væri ekkert skrýtið, enda væri hún með slöngu hangandi út um magann á sér.

„Börn störðu og þegar foreldranir föttuðu hvað börnin voru að stara á þá störðu þeir líka. Sem að er ekkert vandamál fyrir mig vegna þess að ég er ekki með neina minnimáttarkennd yfir þessu ástandi. En því miður held ég því miður að það séu margir sem að eru með þvaglegg eða stóma sem að eru ekki í þeirri stöðu að þora í sund eða á svona opinbera staði þar sem að maður fækkar fötum. Sem að er hræðilegt af því að það er ekkert yndislegra en að liggja í sundi og láta sólina steikja sig,“ sagði hún í færslunni og bætti við að hún vildi fá örlitla vitundarvakningu um þessi mál.

„Við erum þarna úti og erum sennilega miklu fleiri en að maður áttar sig nokkurn tímann á.“

Sjálfsagt að svara spurningum

Í samtali við DV segir Margrét að ef fólk sé forvitið eigi það endilega að spyrja. Henni finnist sjálfsagt að svara þeim spurningum sem brenna á fólki. Óhætt er fyrir fólk með stóma að fara í sund þar sem stómabúnaðurinn er alveg vatnsþéttur.

„Þvagleggur er tvennskonar, þá er hann þræddur inn í þvagrásina og í gegnum kynfærin. Þvagleggurinn sem ég er með var gerður þannig að gat var gert fyrir ofan lífbein, svo ég er alltaf alltaf með gúmmíslöngu hangandi, svo er tengdur þvagpoki við slönguna“ segir hún.

Orðið stóma er komið úr grísku og merkir munnur eða op. Úrgangur, þ.e. þvag eða hægðir, koma út um stómað á kviðnum. Stóma getur verið í ýmsu formi en helst er talað um ristilstóma, garnastóma , j-poka og þvagstóma

Vildi ekki nota bleyju

Margrét segir það hafa verið skrýtið að þurfa að ganga með þvaglegg, því hún geti engu þvagi haldið. Í samtali við blaðamann segist hún hafa farið og hitt þvagfæralækninn sinn sem hafi helst viljað að hún myndi ganga með bleyju. „Ég er ekki að fara að mæta með Pampers-bleyju upp í rúm,“ sagði Margrét sem grátbað lækninn um aðra lausn. Þá hafi hugmyndin að núverandi þvaglegg komið til tals.

„Það er betra að hafa slöngu hangandi, en að verða kannski pissublaut í Hagkaup,“ segir Margrét og hlær.

„Eflaust er þetta feimnismál og viðkvæmt mál. Ég er frekar opin og vill skapa umræðu um þetta, því þetta er ekkert skemmtilegt og ekkert fallegt hjá ungri manneskju að vera með gúmmíslöngu,“ segir hún opinská um málið og segist svara öllum þeim spurningum sem brenni á vörum fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Í gær

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“