fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Gary Martin eyddi 200 þúsund krónum í að bjarga ketti: „Það besta sem ég hef gert í lífinu“

„Hann var svo svakalega villtur að dýralæknirinn sá ekki annan kost í stöðunni en að svæfa hann“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. maí 2016 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Gary Martin hefur vakið athygli hér á landi fyrir að vera einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í fótbolta. Gary er fæddur á Englandi og leikur í dag með Víkingi í Reykjavík.

Gary var í viðtali í helgarblaði DV sem kom út á föstudag. Hér að neðan birtist brot úr viðtalinu þar sem Gary talar meðal annars um köttinn Baldur sem hann kom til bjargar.

Það er fleira en fótboltinn sem bindur Gary við Ísland. Hann er trúlofaður Guðrúnu Dögg Rúnarsdóttur og þau ætla að ganga í hjónaband á næsta ári. Barneignir eru á dagskrá, en núna eru það heimiliskettirnir sem eiga hug unga parsins. Hann segir meira að segja að kettirnir séu ein ástæða þess að hann verði tregur til að yfirgefa Ísland í bráð.

„Við eigum tvo ketti sem komu úr Kattholti og svo björguðum við einum villiketti. Hann fékk að borða hjá okkur í hálft ár, en við máttum ekki snerta hann. Þetta var stór köttur, borðaði mikið, og leit alltaf út eins og hann hefði verið í slag, líklega réð hann yfir köttunum í hverfinu. Hann var alveg brjálaður, alltaf urrandi, greip matinn sem við skildum eftir handa honum og þaut svo burt.

Eina nóttina, þegar stormur var við það að skella á, kom hann inn um gluggann okkar og lagðist örmagna á gólfið. Það var greinilegt að hann var algjörlega búinn að vera. Þetta var í fyrsta sinn sem við snertum hann og við sáum að það blæddi úr einum fæti. Við fórum með hann á dýraspítala og útlitið var svart. Hann var svo svakalega villtur að dýralæknirinn sá ekki annan kost í stöðunni en að svæfa hann.

Við gátum ekki hugsað okkur það og greiddum um 200 þúsund krónur fyrir meðferðina sem hann þurfti.
Þegar við komum heim fékk hann sérherbergi fyrir sig, þar jafnaði hann sig og við læddumst inn með mat handa honum. Smám saman byrjaði hann að treysta okkur, fór að þola snertingu, lærði að leika sér og lærði að mala. Baldur er besti köttur í heimi og uppáhaldið mitt. Að bjarga honum er það besta sem ég hef gert í lífinu. Það kostaði sitt en ég sé svo sannarlega ekki eftir peningunum. Þetta er samt allt kærustunni minni að þakka, enginn nema hún hefði látið sér detta þetta í hug. Hún er frábær og hefur kennt mér mikið – ég hefði ekki gert þetta fyrir þremur árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“