fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Greta Salóme: „Stóðum þarna báðar grátandi“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 25. apríl 2016 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir tveimur vikum, þegar ég var í Amsterdam að flytja lagið, Raddirnar, kom ung stúlka upp að mér og byrjaði að gráta. Ég tók hana til hliðar og við ræddum saman um stund og eftir nokkrar mínútur stóðum við þarna báðar grátandi. Einlægni hennar snart mig djúpt,“ segir söngkonan Greta Salóme sem mun flytja Raddirnar í Eurovision í næsta mánuði. Greta greinir frá því að stúlkan hafi skrifað henni bréf. Í bréfinu stóð meðal annars:

„Ég hef verið lögð í einelti nánast allt mitt líf. Þegar ég hóf nám í framhaldsskóla sagði fólk kvikindislega hluti við mig. Það særði mig djúpt. Ég á erfitt með að treysta fólki og ég heyri stöðugt neikvæðar raddir í hausnum á mér sem segja mér að ég sé einskins virði.“

Stúlkan segir að vegna þess skipti lagið hana miklu máli. Hún geti speglað sig í því og það gefur henni von.

„Þegar ég hlusta á það, líður mér eins og ég sé ekki lengur ein. Ég gerði mér grein fyrir þessu á meðan tónleikunum stóð og það er ástæðan fyrir því af hverju ég brotnaði saman. Ég vona innilega að fleiri hafi gagn af laginu og sýni þeim fram á að þeir séu ekki einir í heiminum.“

„Þegar ég hitti Gretu Salóme eftir tónleikana helltust allar þessar tilfinningar yfir mig í einu, en lagið og textinn skipta mig svo miklu máli. Ég veit að allt verður í lagi ef ég hlusta á jákvæðu raddirnar.“

Greta greinir frá því að hún hafi fengið leyfi frá stúlkunni til að birta skilaboð hennar. Hún segir einnig frá því að fjölmargir hafi spurt hvernig hún hafi hugsað sér að sigra keppnina, hvert plan hennar er. Greta segist ekki hafa hugsað svo langt. Það sé ekkert plan.

„Ég á mér von. Von um að tónlistin mín muni snerta fólk og hjálpa því, þó það væri ekki nema ein manneskja líkt og í Amsterdam.“

Bætir Greta við að þá myndi henni líða eins og sönnum sigurvegara, burt séð frá hvað lagið halar inn af stigum.

„Fólk spyr mig stanslaust um meiningu lagsins. Fólki er frjálst að túlka innihald þess. Við heyrum stöðugt neikvæðar raddir í samfélagi okkar,“ segir Greta og bætir við að lokum: „Ef við einbeitum okkur að jákvæðu röddunum, munu þær vísa þér leiðina heim eða á þann stað sem þú stefnir á. Látum jákvæðu raddirnar heyrast og verum hvetjandi í garð hvors annars. Lífið er einfaldlega miklu betra þannig.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=_VlecXUUwqg&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla