fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Drukkinn maður eyðilagði viku Ragnheiðar

„Kannski fer ekki vel saman að berjast við krabbamein og umgangast drukkið fólk“

Auður Ösp
Sunnudaginn 20. mars 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnheiður Guðmundsdóttir, ung kona sem berst við krabbamein á lokastigi segir nauðsynlegt að fólk sýni nærgætni og gæti orða sinna í samskiptum sínum við þá sem glíma við hinn illvíga sjúkdóm. Sjálf varð hún fyrir miður skemmtilegri reynslu í síðustu viku þegar að einstaklingur undir áhrifum áfengis kom með ónærgætna athugasemd sem að hennar sögn eyðilagði ekki bara kvöldið hennar heldur einnig næstu daga en frá þessu var greint í grein Bleikt.is í gær

Bleikt.is greindi fyrir nokkrum vikum frá raunum Ragnheiðar sem háir nú erfiða baráttu við krabbamein en mikla athygli vakti að hún hafði neyðst til að greiða rúmar tíu þúsund krónur fyrir þær fréttir að hún væri með krabbamein a lokastigi. Viðbrögð fólks við fréttinni létu ekki á sér standa. „Viljum við Íslendingar hafa svona heilbrigðiskerfi hér á Íslandi?“ spurði Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi í kjölfarið

Í grein Bleikt.is sem birtist í gær segir frá atviki sem Ragnheiður varð fyrir á dögunum en hún er meðlimur í björgunarsveitinni Ársæli sem hélt tombólu til styrktar henni. Ragnheiður segir að ef til vill fari það ekki vel saman að berjast við krabbamein og umgangast drukkið fólk enda slævi áfengi dómgreind einstaklinga:

„Sumt segir maður einfaldlega ekki við fólk með krabbamein og þú getur fundið lista yfir það á netinu ef þú ert óviss,“ ritar hún og segir að til hennar hafi komið einstaklingur undir áhrifum áfengis sem eflaust hafði það ekki í hyggju að særa hana en sú varð þó raunin. „Hann sagði að allir sem hann þekkti sem fegið höfðu krabbamein hefðu dáið af völdum þess,“ segir hún. „Ef ekki strax, þá 10 – 15 árum síðar, þegar það kom aftur og að hann myndi gráta í jarðarförinni minni.“

Hún segist hafa verið eyðilög eftir athugasemd mannsins og þá hafi Ravi, unnusti hennar og helsti stuðningsmaður orðið ævareiður þegar hann komst að þessu. „Hann er alltaf tilbúinn til að taka slaginn þegar ég get það ekki sjálf og hann veit alltaf hvað á að segja til að láta mér líða betur og fá mig til að brosa,“ segir hún jafnframt en hér má sjá grein Bleikt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig