fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Einstaklingar lýsa því hvernig það er að deyja: „Ég upplifði engan sársauka en ótrúlega mikla friðsæld“

Magnaðar frásagnir

Auður Ösp
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest allir hafa velt því fyrir sér hvernig það er að deyja og óhætt er að segja að það sem gerist þegar við förum yfir móðuna miklu sé ein af mestu ráðgátum lífsins. Á meðan sumir eru sannfærðir um að þeir fái þá loksins að sameinast ástvinum sínum eru aðrir sem trúa því statt og stöðugt að ekkert sérstakt muni gerast.

Á heimasíðunni Quora þar sem einstaklingar geta sett inn spurningar og fengið svör var nýlega sett inn spurningin „Hvernig er að deyja?“ Svörin létu svo sannarlega ekki á sér standa og flæddu inn lýsingar frá einstaklingum sem fullyrtu að þeir hefðu farið yfir móðuna miklu og komið svo aftur til baka. Mismunandi var þó hvernig einstaklingar upplifðu það ferðalag og verður hér gripið niður í nokkrar frásagnanna.

„Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað þetta var dásamlegt. Þetta var spennandi, friðsælt og afslappandi,“ segir ung kona að nafni Megan.

Önnur kona að nafni Vera segist hafa drukkið eitrað vatn þegar hún var 11 ára gömul og búsett í fyrrum Sovétríkjunum. „Þetta var eins og sofna. Eins og þungt og ósýnilegt teppi væri lagt á mig. Hjartað sló hratt, það var eins og það væri býflugnabú á fullu inni í hausnum á mér og tveir hnífar fastir sitt hvoru megin á höfðinu. Ég vissi að ég væri að fara að deyja,“ segir hún og lýsir því sem gerðist eftir að hún missti meðvitund. „Ég fór að sjá ótal liti í kringum mig, eins og fljótandi ský og þeir byrjuðu að bráðna inn í hvorn annan. Það var fallegt. Það var eins og líkaminn minn væri orðinn að risastóru lunga sem andaði inn og út og að lokum upplifði ég algjört þyngdarleysi. Mér fannst ég ekki vera ein því það voru aðrir í herberginu sem ég sá ekki en ég heyrði þau tala. Það var eins og þau væru að bjóða mig velkomin. Ég fann hvorki fyrir tíma né rúmi.“

Önnur kona, Barbara segist hafa upplifað það þrisvar að deyja, eftir að hafa farið í hjartastopp. „Ég heyrði fullkomlega allt sem gerðist í kringum mig en ég fann ekki fyrir neinu öðru. Ég missti smátt meðvitund, ég var slök, ég þurfti ekki að anda, ég upplifði engan sársauka en ótrúlega mikla friðsæld. Allt í kringum byrjaði að verða dekkra og dekkra þangað til að lokum varð allt svart.“

Maður að nafni Aron segist hafa aðra upplifun af því að deyja. Skilningarvitin hafi slokknað á sér hvert á fætur öðru, allt varð hvítt og hann upplifði eins og hann fengi gríðarlegan þrýsing ofan á bringuna. „Um leið og ég fann að ég væri að fara þá varð ég dapur. Ég fann fyrir skömm og sektarkennd yfir að hafa ekki náð markmiðum mínum í lífinu. En ég samþykkti örlög mín á vissan hátt. Ég var ekki hræddur. Ég var bara vonsvikinn.“

Önnur kona, Dea segist hafa séð stórt hvítt ljós ofan á fjalli og hugsað: „Ó Guð, ég er dáin.“ „Það var hellingur af fólki að ganga upp að ljósinu. Ég fann ekki fyrir neinum sársauka. Ég var bara reið.“

Þá segir maður að nafni Emannuel að það að deyja sé ekki á nokkrun hátt spennandi. „Það var ekkert. Ekkert ljós, engin von, ekkert. Bara myrkur og einmanaleiki. Það var enginn sársauki, bara endalaust myrkur. Það var ekki einu sinni neitt sem var ógnvekjandi, bara dapurleiki og tómleiki,“ segir hann og lýsir því næst hvernig hann upplifði nístandi sársauka þegar hann vaknaði til lífsins á ný en hann leit á það sem hann væri velkominn aftur til lífsins. Það sé þó út af þessu sem hann trúi því að það sé ekkert sem bíði okkar eftir dauðann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki