fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Guðlaug: „Af hverju er mamman alltaf sjálfskipuð sem aðal-foreldrið?“

Segir mikilvægt að báðir foreldrar séu fyrirmyndir fyrir börnin sín – Oft litið á föðurinn sem „auka“ foreldri

Auður Ösp
Föstudaginn 5. febrúar 2016 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er árið 2016. Þrátt fyrir það virðist foreldrahlutverkið í mörgum tilfellum halla frekar á móðurina en föðurinn.“ Svona hefst pistill sem Guðlaug Gylfadóttir, tveggja barna móðir birtir á heimasíðunni Fagurkerar.is en hún segir það alltof algengt að mæður taki á sig alla ábyrgð gagnvart börnum á meðan feðurnir fái ekki sama tækifæri. Þeir séu „til vara.“

„Þetta hefst allt á meðgöngunni, þá vex og dafnar hið ófædda barn inni í legi móðurinnar. Að 9 mánuðum loknum ,,svífur” hvítvoðungurinn út úr mömmunni. Í flestum tilvikum er barnið lagt á brjóst fljótlega eftir að það kemur í heiminn. Þarna tekur móðurhlutverkið skýrt við, að næra barnið. Nýfædd börn eru því óneitanlega háðari móðurinni en föðurnum, nema barnið sé á pela,“ ritar Guðlaug.

„Mér finnst svo mikilvægt að pabbinn taki jafn mikla ábyrgð á barninu sínu og mamman gerir. En til þess að hann geti gert það þarf mamma barnsins að leyfa honum að komast að. Því er mikilvægt að treysta pabba barnsins til þess að annast það. Við mömmurnar eigum það nefnilega til að taka foreldrahlutverkið svo föstum tökum að pabbarnir komast ekki að.“

Hún segir að stundum liggji vandamálið í því að faðirinn nái ekki að tengjast barninu eins vel og móðirin. „Enda hefur hann ekki gengið með barnið í 9 mánuði og ekki getur hann gefið barninu brjóst. Þess vegna þurfa pabbarnir oft að leggja sig mikið fram við að tengjast barninu sínu, það getur verið mikil vinna.Ef pabbinn nær ekki að tengjast barninu nógu vel, finnst barninu það öruggast hjá móður sinni, í einhverjum tilfellum er það aðeins mamman sem getur huggað barnið. Þegar barnið svo eldist og fer að hafa skoðanir á hlutunum fer það að velja mömmuna fram yfir pabbann. Þetta er leiðinlegt fyrir pabbann, þar sem hann er augljóslega í 2. sæti hjá barninu sínu. Karlmenn eiga það til að gera grín að þessu, en innst inni er þeim kannski ekki alveg sama og sárnar þegar barninu virðist þykja vænna um mömmu sína en pabba sinn.“

Þá bendir hún á að oft sé litið á feður sem nokkurs konar auka- foreldra. „Ef maður er bara auka-foreldri, þarf maður þá nokkuð að bera neitt sérstaklega mikla ábyrgð, fyrst maður er bara til vara? Það eru til frábærir pabbar, alveg eins og það eru til frábærar mömmur. Langflestir foreldrar vilja annast börnin sín, verja með þeim tíma og elska þau til tunglsins og tilbaka. Af hverju er mamman alltaf sjálfskipuð sem aðal-foreldrið?“

„Er þetta ekki eitthvað sem við viljum breyta? Til að koma í veg fyrir þetta, þurfa foreldrarnir að vinna saman. Það á ekki að vera til aukaforeldri né aðalforeldri. Barn ætti að geta stólað á föður sinn alveg jafn mikið og móður sína. Þetta á að vera jafnt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“