fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Anna: „Þið ættuð hugsa aðeins og reyna að ímynda ykkur hvernig lífi við lifum“

Segir öryrkja fá lítinn stuðning samfélagsins – „Það er enginn að óska eftir því að verða gamall ,öryrki eða annað af gamni sínu“

Auður Ösp
Föstudaginn 5. febrúar 2016 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er fólkinu í landinu virkilega alveg sama þó að viss prósenta af þjóðinni á hvorki ekki í sig eða á? Það hefur ekki efni á að fá lyfin sín, fara til læknis. Ég á mjög erfitt að skilja hversvegna að þjóðin stendur ekki með okkur og mótmælir þessari meðferð,“ segir Anna Vilhjálmsdóttir öryrki en hún furðar sig á hversu fáir láta sig kjör öryrkja og aldraða varða sem margir hverji þurfi að svelta megnið af mánuðinum sökum þess að þeir eiga sig ekki í og á. Öfugt við það sem margir halda lifi öryrkja engu lúxuslífi og hvetur Anna fólk til að líta sér nær.

Anna birtir pistil um málið á fésbókarsíðu sinni þar sem hún segir að Íslendingar séu upp til hópa frekar gjafmilt og samúðarfullt fólk. „Ef eitthvað bjátar á í samfélaginu þá erum við flest okkar boðin og búin að hjálpa fólki og stöndum yfirleitt saman sem eitt ef svo ber undir. En núna þegar öryrkjar ,eldri borgarar og láglaunafólkið í landinu á í hlut þá heyrist ekki neitt í neinum nema örfáum sem skrifa í blöðin og ekkert er hlustað á. Mér er spurn, hvað veldur þessu?“

Anna segir að svo virðist sem að hægt að hækka laun hjá öllum í samfélaginu, og jafnvel of mikið hjá sumum hópum. „En ekki okkur þannig að við getum náð endum saman út mánuðinn. Ég ætla að taka það fram að ég þarf ekki að kvarta með mínar bætur sem ná ekki 200 þúsund á mánuði með lífeyrissjóð þegar búið er að borga skatta því ég á góða að. Hinsvegar sé ég allt í kringum mig fólk sem sveltur sig þegar helmingurinn af mánuðinum er búinn vegna þess að þeir eiga ekki meiri peninga. Það er enginn að óska eftir því að verða gamall ,öryrki eða annað af gamni sínu eða haldið þið það?“

„Ó nei, það kýs enginn að lenda í þessu, fólk jafnvel lítur á okkur sem aumingja sem kjósa að lifa svona , þessu líka lúxus lífi af 200 þúsund krónum, kannski einhverjir aðeins meira. Við getum ekki leyft okkur að fara eitt né neitt, ekki í bíó, leikhús, tónleika hvað þá að gleðja barnabörnin okkar um jól eða afmælisdaga. Já, ég segi enn og aftur þvílíkt lúxuslíf sem við lifum. Nei kæru landar, ég held að nú ættuð þið að hugsa aðeins og reyna að ímynda ykkur hvernig lífi við lifum, að velta hverri krónu og finna út hvað getum við verið án, svo við getum átt fyrir því nauðsynlegasta. Sem yfirleitt gengur ekki upp.“

„Nú skora ég á ykkur sem þora að sýna okkur smá samúð og hjálpa okkur að þrýsta á stjórnvöld að gera eitthvað róttækt fyrir okkur svo við þurfum ekki að svelta í hverjum einasta mánuði,“ segir Anna jafnframt og hvetur fólk til að sýna öryrkjum stuðning í verki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi