fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Faðir hvetur fólk til að virða störf heimavinnandi húsmæðra: „Hún þrælar sér út á hverjum degi“

„Þú skalt virða móður barnanna þinna“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 4. febrúar 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa komið heim úr vinnu og komið að unnustu sinni og syni sofandi í rúminu sá ungur faðir sárlega eftir því að hafa gert lítið úr störfum konu sinnar sem tók þá ákvörðun að vera heimvinnandi húsmóðir. Vildi hann að hún vissi hversu mikið hann kynni að meta þær fórnir sem hún hafði fært fyrir barnið þeirra og ritaði því tilfinningaríkt bréf.

Bréfið birti faðirinn, Tony Emms á fésbókarsíðu sinni þar sem hann segir að í enda hvers dags sé konan hans Charlotte dauðþreytt. Ólíkt því sem margir haldi þá sitji konan hans ekki fyrir framan sjónvarpið í rólegheitum allan daginn. Þegar hann fari í vinnuna þá hefjist einnig hennar vinnudagur. Og hann sé ekki síður annasamur.

„Barnið lætur öllum illum látum vegna þess að hann er svangur og það er hún líka. Barnið borðar en hún ekki. Hún situr og leikur við hann, skiptir á kúkableyjunni, leikur við hann aftur, hann sofnar en í stað þess að leggja sig fer hún að vaska upp og þrífa barnaleikföngin. Barnið vaknar síðan og er svangt. Mamman er ekki búin að fá sér morgunmat en í stað þess að borða útbýr hún hádegisverð handa barninu.“

„Eftir að hann er búinn að borða vill fá fá sinn skerf af athygli og leik. Mamman er ekki ennþá búin að borða og það skiptir engu þó hún hafi þrifið allt í morgun af því að núna eru komin barnaleikföng og drasl út um allt,“ ritar hann.

„Ég kem síðan heim úr vinnunni og pirrast yfir því að það sé allt í drasli og að mamma sé ekki búin að gera neitt í allan dag. Hún er hins vegar búin að þræla sér út í allan dag til að geta verið viss um að barnið sé hamingjusamt og heilbrigt,“ ritar Tony jafnframt.

Segir hann að menn sem eiga heimavinnandi konur ættu að bera saman sína vinnu við þá vinnu sem konan innir af hendi á hverjum degi. „Þú skalt virða móður barnanna þinna. Hún er sérstök mannvera sem hefur gefið allt upp á bátinn til að ala upp barnið þitt. Ég elska þessi tvö af öllu hjarta og þau eiga svo sannarlega skilið að fá sína hvíld.“

Svo virðist sem margir séu sammála orðum Tonys en rúmlega 28 þúsund manns hafa líkað við færsluna auk þess sem rúmlega 12.500 manns hafa deilt henni áfram. Þá skrifa fjölmargir við hana athugasemdir þar sem tekið er undir þá fullyrðingu Tonys að störf húsmæðra sé alltof sjaldan metin að verðleikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“