fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Karen var „þybbna og fyndna stelpan“: Keppir nú í fitness

„Ég leit í spegil og fékk sting í hjartað“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 2. febrúar 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég trúði ekki að ég gæti orðið grönn og liðið vel í eigin skinni. Ég taldi mér trú um allt of lengi að mér væri ætlað að vera stór og óánægð með sjálfa mig,“ segir Karen Kristinsdóttir sem keppti nýlega í Bikarmóti IFBB í fitness og stefnir ótrauð á frekari þáttöku í sportinu. Hún segir fátt hafa bent til þess þegar hún var yngri að hún myndi einn daginn stíga á svið í glimmerbikiní en hún var að eigin sögn „þybbna fynda stelpan“ í grunnskóla sem notaði húmor til að breiða yfir óöryggi. Eftir að hafa rokkað upp og niður í þyngd svo árum skipti tók hún meðvitaða ákvörðun um að breyta lífstílnum og árangurinn lét ekki á sér standa. Hún sýnir skipulag og þolinmæði vera lykilatriðið þegar kemur að því að breyta um lífstíl til frambúðar.

Karen, sem er 21 árs birti frásögn sína upphaflega á vefnum Motivation en í samtali við DV.is segir hún það hálf óraunverulegt að bera saman líðanina í dag miðað við hvernig henni leið sem barn og unglingur. „Það er svolítið skrítið að það er eins og það sé alveg sama hvað ég hef breyst mikið, innst inni er ég alltaf litla þybbna stelpan sem er alltaf að reita af sér brandarana en er innst inni alveg svakalega óörugg. Þegar ég var hvað þyngst grét ég nánast hvern einasta dag. Ég leit í spegil og fékk sting í hjartað, ég var reið og fúl út í sjálfa mig fyrir að hafa leyft mér að fara á þennan stað,“ rifjar hún upp. „Ég á mjög auðvelt með að detta í þann karakter í dag, sérstaklega ef ég óörugg eða líður óþægilega.“

Aðspurð um hver lykilinn sé að baki árangrinum segir hún óhikað að skipulag sé númer eitt tvo og þrjú. „Ég skrifa allt niður og skipulegg hvern einasta dag. Á sunnudögum bý ég til matseðil fyrir komandi viku. Ég festi niður á blað hvað ég ætla að borða og klukkan hvað, klukkan hvað ég ætla að æfa og svo framvegis. Eins skipulegg ég allt sem ég geri í kringum það hvenær ég fer á æfingar. Það þýðir einfaldlega ekkert annað. Skipulag er lykilatriði fyrir mig.“

Hún segist vonast til þess að hennar saga muni verða öðrum hvatning og segir mikilvægt að fólk gefist ekki upp þó árangur sjáist ekki strax. „Ég vildi stundum að ég gæti farið til baka þegar ég var í þessu ferli og sagt mér að þetta myndi takast á endanum. Vegna þess að ég var svo oft við það að gefast upp. En núna er þetta orðinn vani sem ég get ekki hugsað mér að vera án.“

Óttaðist myndatökur

Í færslu sem birtist á Motivation segir Karen að hún hafi rokkað upp og niður í þyngd frá því í barnaskóla og þangað til í menntaskóla. „Þegar ég byrjaði í sambandi árið 2011 var ég komin í mjög gott form. Búin að koma góðri reglu á mataræðið, hreyfinguna og 10 kg voru fokin – 65 kg og 173 cm. Þá „lenti” ég í því sama og margir, “sambandsfitan” svokallaða læddist upp að mér og áður en ég vissi af var ég komin vel yfir 80 kg -þyngst varð ég 84,7 kg í október 2013.

Hún segir líkamlega og andlega líðan á þessum tíma hafa verið skelfilega. „ Ég náði að fela það vel fyrir ættingjum og vinum, hló bara og tók “fyndnu feitu stelpuna” eins og ég var vön að gera. Ég forðaðist að horfa á sjálfa mig í spegli, límdi svarta ruslapoka fyrir speglana í íbúðinni og klæddist teygjanlegum fötum. Ég forðaðist að hitta fólk þar sem ég óttaðist að það sæi hvað ég væri orðin “stór”. Einn minn helsti ótti voru myndatökur. Ég vildi alls ekki að það yrði skjalfest hvernig ég leit út þar sem ég var náttúrulega „alveg að fara gera eitthvað í þessu,“ segir hún jafnframt en hún kveðst hafa verið í mikilli afneitun. „Í stað þess að horfast í augu við vandann þá afneitaði ég honum – vildi stroka þetta tímabil út.“

Allt eða ekkert

Hún segist fyrst hafa opnað augun fyrir vandanum árið 2013, í kjölfar þess að afi hennar tjáði henni að hún hefði bætt mikið á sig á því eina ári sem þau höfðu ekki sést. „Þegar 2014 gekk í garð var ég búin að ná mér niður í 75 kg, sem sagt búin að losa mig við 10 kg í einhverju mjatli. Þá ákvað ég, að nú ætlaði ég að taka þessu alvarlega. Ég hef alltaf verið týpan sem fer “all-in” í það sem ég tek mér fyrir hendur og ekki bara í heilsu. Ef ég fer í gegnum skápana heima, þá eru það allir skáparnir eða enginn skápur. Ef ég þríf, þá þríf ég allt eða ekkert. “

„Ég skráði mig í fjarþjálfun hjá Röggu Nagla í janúar og gerði allt samkvæmt plani. Eftir mánuð hjá henni treysti ég mér alveg til þess að taka málin í mínar eigin hendur – ég jú vissi alveg hvað þyrfti að gera. Ég lyfti lóðum 6 sinnum í viku samhliða þolæfingum. Frá 21. janúar 2014 hef ég ekki sleppt einni æfingu, hef æft 6 til 7 sinnum í viku síðan, fyrir utan í niðurskurðinum – þá voru 11-12 æfingar í viku og ekki fengist til að beila. Þarna kemur “allt-eða-ekkert” týpan í mér aftur upp. Það sem Ragga kenndi mér var klárlega að það eru engar afsakanir, afsakanir koma manni ekkert áfram,“ ritar Karen jafnframt.

„Með hverri æfingunni sá ég hvernig ég varð sterkari og ánægðari með sjálfa mig. Þetta var svolítið eins og rúllandi snjóbolti,“ heldur hún áfram. „Því lengri tími sem leið því skemmtilegra varð þetta. Í dag er þetta mitt helsta áhugamál og það skemmtilegasta sem ég geri dag hvern – viku eftir viku eftir viku,“ segir hún en hún hætti að vigta sig nokkrum mánuðum eftir að hún byrjaði í þjálfuninni. „Ég einblíndi frekar á sjáanlega árangurinn í speglinum þar sem ég var orðin sátt við spegilmynd mína og þyngd. Þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið og mikilvægt inngrip í því hvernig mér tókst að halda þessu áfram “eftir fitutapið.” Ef þú ert að gera þitt besta dag hvern, þá er engin þörf á vigt til þess að gubba því út hvort þú sért að ná árangri eður ei.“

Karen segir að í mars 2015 hafi komið upp hjá henni sú hugmynd að taka þátt á fitnessmóti. „Ég hafði í raun aldrei leyft huganum að fara á þann stað þar sem ég hélt að „ég gæti það ekki.” Ég var alveg viss um að ég hefði ekki réttu „genin“ í það. Þarna skaut gamla Karen upp kollinum í stutta stund. Þessi fluga kom ekkert upp í höfuðið á mér uppúr þurru. Á einni æfingunni kom þjálfari til mín og spurði mig hvort ég hefði hugsað mér að fara að keppa í fitness. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti – Ég? Keppa í Fitness? Mig vantaði áskorun og sló til. Ég hugsaði: „Ef ég get keppt í fitness þá hlýt ég að geta allt.” Og það tókst.“

Hún segir það hafa verið sigur út af fyrir sig að stíga á svið í keppninni. „Það sannaðist í raun fyrir mér, mínútuna sem ég steig á sviðið í glimmerbikiníi, að ég get allt, ef ég legg mig nógu mikið fram. Ég fékk svona tilfinningu:”My work here is done!” og þar með var ég búin að vinna sama hvar ég myndi lenda í röðinni. Það skipti mig engu máli – alveg frá því að ég tók þessa ákvörðun leit ég aldrei á þetta sem keppni við neinn annan en sjálfa mig. Og ég get stolt sagt, að ég rústaði þessari keppni,“ segir hún og hvetur fólk til að gefast ekki upp þótt móti blási. „Þegar það lítur út fyrir að það sé lítið sem ekkert að gerast, gefið þessu þá viku í viðbót. Einu skiptin sem þið getið verið alveg viss um að ekkert gerist er þegar þið gefist upp! Ef ég gat það, þá getið þið það líka. Trúið mér. Það hafði enginn giskað á að ég færi þessa leið í lífinu. Ef ykkur líst ekki á stefnuna í lífi ykkar, breytið henni.“

Hér má lesa frásögn Karenar í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Í gær

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“