fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Ólína barin af kennaranum en bjargað af Ármanni: „Hann lofaði mömmu að hann myndi ekki sleppa af mér hendinni“

Ólínu kveið fyrir því að mæta í skólann þegar hún var 7 ára

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 8. desember 2016 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég var 7 ára veiktist ég lífshættulega af heilahimnubólgu og lá milli heims og helju vikum saman á sjúkrahúsi.“ Á þessum orðum hefst pistill eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðsdóttur, fyrrverandi þingmann og skólastjóra.

Flutt meðvitundarlaus á Landakot

Ólína segir frá því að á þessum tíma hafi hún verið nýbyrjuð í skóla og hafði sama dag og hún veiktist lent í alvarlegum útistöðum við óhæfan kennara sem barði hana og læsti inn í skólastofunni.

„Háreystin barst um alla ganga skólans og endaði með því að skólastjórinn skarst í leikinn. Síðar sama dag var ég flutt meðvitundarlaus á Landakot með heilahimnubólgu. Ég lifði, sem kunnugt er orðið, var 3 mánuði að ná mér og útskrifaðist nokkrum dögum fyrir jól. Fór ég þá strax að kvíða því að fara aftur í skólann. Mér var þó lofað að ég myndi ekki fara aftur í sama bekk.“

Í framhaldinu fékk Ólína nýjan kennara, Ármann Kr. Einarsson rithöfundur sem að hennar sögn var frábær barnakennari.

Ævinlega þakklát Ármanni

„Jæja, ólíkt höfðust þau að, hann og kennarinn sem ég hraktist frá dauðveik í haustbyrjun. Ármann hringdi til mömmu, eftir að ég útskrifaðist af spítalanum og lét vita af því að jólaball yrði haldið fyrir nemendur Hlíðaskóla nokkrum dögum síðar.“

Ármann vildi með símtalinu athuga hvort Ólína hefði ekki gaman af að koma á ballið. Í ljósi þess sem á undan var gengið langaði hana ekki. Hún kenndi sjálfri sér um hvernig fór í samskiptum við hinn kennarann og treysti sér ekki til að hitta hina krakkana sem hún hafði aðeins þekkt í innan við viku áður en umrætt atvik átti sér stað.

Móðir Ólínu var auk þess ekki viss um að heilsa hennar leyfði þetta svo stuttu eftir spítaladvölina.

„Þá gerði Ármann það sem ég verð honum ævinlega þakklát fyrir og mun aldrei gleyma. Hann bauðst til að koma á bílnum sínum og sækja mig. Hann lofaði mömmu því að hann myndi ekki sleppa af mér hendinni á jólaballinu. Við það stóð hann. Ég mætti þess vegna skólafélögum mínum eftir erfitt áfall og alvarleg veikindi með þennan yndislega mann að bakhjarli. Hans styrka og hlýja hönd leiddi mig inn á jólaballið og sleppti aldrei takinu.“

Kynntist því versta og besta

Ólína bendir réttilega á að kennarar geta haft mikil áhrif á uppvöxt, þroska og námsgetu barna. Þarna hafi hún á fyrsta misseri skólagöngu sinnar kynnst því versta og besta sem skólakerfið getur boðið nemendum upp á.

Vanhæfni óreynds kennara sem réði illa við starf sitt annars vegar. Hins vegar kennara sem var vakinn og sofinn í velferð nemenda sinna, bar virðingu fyrir þeim, hafði lag á því að gera nám skemmtilegt.

„Ármann hafði í sér allt það besta sem góður kennari hefur til að bera. Hann var kennari með stórum staf, í vinnutíma sínum og utan hans einnig.“

Að lokum skrifar Ólína:

„Af hverju ég er að hugsa um þetta núna veit ég ekki – kannski var það PISA könnunin sem vakti þessar hugrenningar. Guð blessi minningu Ármanns Kr. Einarssonar, kennara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki