fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Þau kvöddu á árinu

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 30. desember 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau kvöddu á árinu

David Bowie, tónlistarmaður

Fæddur: 8. janúar 1947
Dáinn: 10. janúar 2016
Heimsbyggðin syrgði dauða tónlistarmannsins Davids Bowie sem lést í byrjun árs, 69 ára að aldri. Bowie var einn vinsælasti tónlistarmaður heims um áraraðir og eftir hann liggja fjölmörg meistaraverk. Bowie var ekki bara viðloðandi tónlist því hann lék einnig í fjölmörgum kvikmyndum á ferli sínum. Banamein hans var lifrarkrabbamein.


Alan Rickman, leikari

Fæddur: 21. febrúar 1946
Dáinn: 14. janúar 2016

Breski leikarinn og leikstjórinn Alan Rickman lést af völdum briskirtilskrabbameins. Rickman var 69 ára þegar hann lést. Hann lék í fjölmörgum myndum á ferli sínum. Hann lék illmennið Hans Gruber í Die Hard og prófessor Snape í Harry Potter-myndunum.


Prince, tónlistarmaður

Fæddur: 7. júní 1958
Dáinn: 21. apríl 2016

Bandaríski tónlistarmaðurinn Prince Rogers Nelson, best þekktur undir nafninu Prince, lést í aprílmánuði, 57 ára að aldri. Prince hafði glímt við veikindi áður en hann lést og þá hafði hann misnotað lyfseðilsskyld verkjalyf, fentanyl þar á meðal. Prince sló fyrst í gegn árið 1982 með plötunni 1999.


Morley Safer, fréttamaður

Fæddur: 8. nóvember 1931
Dáinn: 19. maí 2016

Morley Safer var þekkt andlit á sjónvarpsskjáum ófárra en hann starfaði við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútur frá árinu 1970. Hann lét af störfum sökum heilsubrests nokkrum vikum áður en hann lést. Safer, sem var kanadískur, var 84 ára þegar hann lést.


Muhammad Ali, boxari

Fæddur: 17. Janúar 1942
Dáinn: 3. júní 2016

Bandaríski boxarinn og aðgerðasinninn Muhammad Ali, áður Cassius Clay, lést í sumar. Ali, sem var 74 ára þegar hann lést, hafði glímt við Parkinsons-sjúkdóminn í áraraðir. Ali var þrefaldur heimsmeistari í hnefaleikum og einn þekktasti og dáðasti íþróttamaður sögunnar. Ali vann 56 af 61 bardaga á ferli sínum.


Anton Yelchin, leikari

Mynd: EPA

Fæddur: 11. mars 1989
Dáinn: 19. júní 2016

Leikarinn efnilegi, Anton Yelchin, lést af slysförum fyrir utan heimili sitt í Kaliforníu. Yelchin varð fyrir eigin bifreið þegar hún rann af stað fyrir utan heimili hans. Þessi 27 ára leikari, sem fæddist í Sankti Pétursborg, hafði leikið í mörgum kvikmyndum, Star Trek og Star Trek Into Darkness þar á meðal. Honum hafði verið spáð bjartri framtíð.


Gene Wilder, leikari og skemmtikraftur

Fæddur: 11. júní 1933
Látinn: 29. ágúst 2016

Bandaríski skemmtikrafturinn og leikarinn Gene Wilder lést í sumar, 83 ára gamall. Banamein hans má rekja til Alzheimers-sjúkdómsins sem hann glímdi við síðustu æviárin. Wilder var vinsæll leikari á árum áður og var í tvígang tilnefndur til Óskarsverðlauna. Annars vegar fyrir leik sinn í myndinni The Producers og hins vegar fyrir handritið að myndinni Young Frankenstein ásamt Mel Brooks.


Arnold Palmer, golfari

Fæddur: 10. september 1929
Dáinn: 25. september 2016

Ein fyrsta stórstjarna golfíþróttarinnar, Bandaríkjamaðurinn Arnold Palmer, lést á árinu, 87 ára að aldri. Palmer vann 62 sigra á PGA-mótaröðinni upp úr miðri 20. öldinni auk þess að vinna Masters-mótið fjórum sinnum, opna breska mótið tvisvar og opna bandaríska mótið einu sinni.


Pete Burns, tónlistarmaður

Fæddur: 5. ágúst 1959
Látinn: 23. október 2016

Tónlistarmaðurinn Pete Burns, sem er einna best þekktur fyrir að vera söngvari poppsveitarinnar Dead or Alive, lést í haust, 57 ára gamall. Þekktasta lag sveitarinnar var án efa lagið You Spin Me Round (Like á Record).


Leonard Cohen, tónlistarmaður

Fæddur: 21. september 1934
Dáinn: 7. nóvember 2016

Tónlistarmaðurinn Leonard Cohen kvaddi á árinu og munu margir koma til með að sakna þessa magnaða tónlistarmanns. Banamein Cohens, sem var 82 ára, má rekja til falls á heimili hans en hann glímdi einnig við krabbamein síðustu misserin. Cohen, sem var þekktur fyrir frábæra rödd, gaf út fjórtán breiðskífur á ferli sínum og kom síðasta plata hans út í haust.


Robert Vaughn, leikari

Fæddur: 22. nóvember 1932
Dáinn: 11. nóvember 2016

Robert Vaughn lést fyrr í vetur af völdum hvítblæðis, 83 ára gamall. Robert var þekktur leikari í Hollywood á sínum tíma. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni The Young Philadelphians árið 1960. Þá var hann tilnefndur til fernra Golden Globe-verðlauna, þar af tvennra fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum The Man from U.N.C.L.E. á sjöunda áratug síðustu aldar.


Andrew Sachs, leikari

Fæddur: 7. apríl 1930
Dáinn: 23. nóvember 2016

Fjölskylda leikarans flúði undan ofsóknum nasista til London árið 1938, þegar Sachs var átta ára gamall. Hann varð frægur leikari og er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þjónninn Manuel í Fawlty Towers. Hann hlaut fyrir þá túlkun sína tilnefningu til BAFTA. Sachs talsetti einnig mikið sjónvarps- og útvarpsefni á ferli sínum.


Peter Vaughan, leikari

Peter Vaughan
Peter Vaughan

Fæddur: 4. apríl 1923
Dáinn: 6. desember 2016

Breski leikarinn Peter Vaughan lést fyrr í mánuðinum, 93 ára að aldri. Vaughan var einna best þekktur fyrir leik sinn í gamanþáttaröðinni Porridge og undir það síðasta fyrir leik sinn í Game of Thrones. Á litríkum ferli sínum vann hann meðal annars við hlið Frank Sinatra, Anthony Hopkins og Ronnie Barker.


Zsa Zsa Gabor, leikkona og fegurðardís

Fædd:6. febrúar 1917
Dáin:18. desember 2016

Ungversk-ameríska leikkonan og fegurðardísin Zsa Zsa Gabor lést skömmu fyrir jól. Hún var krýnd fegursta kona Ungverjalands árið 1936 en fluttist til Bandaríkjanna árið 1941. Hún varð eftirsótt leikkona og þótti bæði þokkafull og glæsileg. Hún lék meðal annars í kvikmyndinni Moulin Rouge, árið 1952, undir leikstjórn John Houston. Hún varð 99 ára gömul.

Carrie Fisher leikkona

Fædd: 21. október 1956
Dáin: 27. des. 2016

Leikkonan og rithöfundurinn Carrie Fisher var í flugi frá London, þar sem hún hafði verið að kynna endurminningabók sína, The Princess Diarist, og á leið til Los Angeles þegar hún fékk hjartaáfall og lést nokkrum dögum síðar. Fisher var dóttir leikkonunnar Debbie Reynolds og söngvarans Eddie Fisher. Hún skaust upp á stjörnuhimininn ung að aldri sem Leia prinsessa í Star Wars.

Debbie Reynolds leikkona

Fædd 1.april 1932
Dáin 28 desember 2016

Leikkonan fékk heilablóðfall sem dró hana til dauða, einungis sólarhring eftir að dóttir hennar Carrie Fisher lést. Reynolds var 84 ára gömul. Síðustu orð hennar eru sögð hafa verið: Ég vil vera hjá Carrie. Reynolds skaust upp á stjörnuhimininn 19 ára gömul í söngvamyndinni Singin’ in the Rain og átti áratuga farsælan feril í Hollywood.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar