fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Safnar frásögnum íslenskra kvenna af móður sinni „Gústu ljósu“: „Besta ljósmóðir sem Ísland á“

Kveður Landspítalann eftir áratugastarf -Tugir kvenna deila minningum sínum af Ágústu- Lýst sem einstakri ljósmóður og gullmola

Auður Ösp
Laugardaginn 3. desember 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst liggja svo mikið eftir konur eins og hana, þær sem vinna svona göfugt starf, og ég vildi endilega sýna henni hvað hennar starf í gegnum tíðina hefur skipt miklu máli,“ egir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir en þegar komið var að starfslokum móður hennar, Ágústu Kristjánsdóttur ljósmóður fékk hún þá hugmynd að safna saman myndum og frásögnum frá mæðrum þeirra barna sem móðir hennar hefur átt þátt í að koma í heiminn í gegnum tíðina.Óhætt er að segja að viðbrögðin hafi verið gríðarleg og má því með sanni að segja að móðir Ágústu, sem þekkt er sem Gústa ljósa, hafi snert hugi og hjörtu ótal Íslendinga á starfsferli sínum.

Í samtali við blaðamann kveðst Hanna hafa velt fyrir sér hvað hún gæti hugsanlega gert fyrir móður sína á þessum merku tímamótum. „Þetta er auðvitað mjög stórt skref, þegar fólk yfirgefur starfið sem það hefur helgað líf sitt. Mamma hefur alltaf verið einstakleg dugleg að tileinka sér nýjungar og ávallt sóst í að vera þar sem erilinn er í gangi. Það er varla boðlegt að konur eins og hún hætti bara í vinnunni og enginn minnist á það. Mig langaði að sýna henni hversu mikið hún er búin að afreka.“

Hanna Guðbjörg Birgisdóttir
Hanna Guðbjörg Birgisdóttir

Hanna greip því til þess ráðs að leita á ráðnir nútímatækni, og að sjálfsögðu var lausnin Facebook en færsla Hönnu birtist hér:

Viðbrögðin létu ekki á sér standa, en rúmlega 80 manns hafa deilt skrifum Hönnu áfram, og þá hafa rúmlega eitt hundrað íslenskar konur skrifað athugasemd undir færsluna. Deila þær þar myndum af börnum sínum sem Ágústa tók á móti og fara um hana fögrum orðum á borð við „dásamleg,“ „gullmoli,“ „einstök,“ „yndisleg“ og „frábær.“

Ein kvennanna ritar að þau hjón hafi ótal sinumm rætt um hversu heppin þau voru „að lenda á bestu ljósmóðir sem hugsast getur.“ Á meðan ritar önnur að Ágústa muni ávallt eiga sér stað í hjarta hennar. Önnur segir að Ágústa sé „ein besta ljósmóðir sem Ísland á.“ Þá ritar önnur: „Ég hreinlega get ekki lýst því í orðum hversu dásamleg okkur finnst hún vera – allt það sem mér var búið að kvíða fyrir hvarf og fæðingin varð svo auðveld með henni.“

Ágústa, „amma Gú“ ásamt Hrannari barnabarni sínu.
Ágústa, „amma Gú“ ásamt Hrannari barnabarni sínu.

„Ég ákvað að hafa færsluna opna, og bjóst nú aðallega við því að ættingjar og vinir myndi skrifa þar undir, en svo vatt þetta bara svona upp á sig og hinir og þessir skrifuðu þar undir og sendu mér líka skilaboð þar sem þeir báðu yfir fallegar kveðjur til hennar. Það kom skemmtilega á óvart,“ segir Hanna.

Tók á móti jóla og nýársbörnum

Í hugum margra er orðið ljósmóðir eitt af þeim fallegustu í íslenskri tungu. Hanna kveðst frá barnæsku hafa borið mikla virðingu fyrir starfi móður sinnar, og óneitanlega hafi það litað fjölskyldulífið.

„Það hefur alltaf verið partur af okkar lífi, það var alltaf svolítið merkilegt í mínum augum að eiga mömmu sem var ljósmóðir, og gaman að geta sagt öðrum frá því vegna þess að þeim fannst það ekki síður göfugt og virðingarvert starf.

Ég man eftir jólum þar sem hún var á vakt og tók á móti börnum sem fæddust um hátíðarnar, og sömuleiðis börnum sem fæddust á nýársdag og voru fyrstu börn ársins. Eitt sinn kom meira að segja björgunarsveit heim til okkar til að sækja hana og skutla henni upp í sveit til að taka á móti barni, það er fast í minningunni. Það er augljóslega ákveðinn lífstíll að vera ljósmóðir, allavega á árum áður.“

Sem fyrr segir var seinasti starfsdagur Ágústu nú á miðvikudaginn, og var hún að sjálfsögðu kvödd með virktum á Landspítalanum, þar sem hennar verður sárt saknað.

„Það er einstaklega lýsandi fyrir mömmu að hún hélt sínu striki og endaði vaktina á að þrífa skápinn sinn,“ segir Hanna að lokum hlæjandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“