fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

12 ára synir Sigríðar fengu sendan auglýsingabækling

„Við biðjumst innilega afsökunar á þessu. Þetta er ekki í lagi“

Kristín Clausen
Laugardaginn 3. desember 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta sló mig alveg út af laginu,“ segir móðir 12 ára tvíbura sem fékk inn um lúguna hjá sér á fimmtudag tvo auglýsingabæklinga merkta sjálfri sér og á bæklingunum voru jafnframt nöfn tvíburasona hennar sem eru fæddir árið 2004. Móðirin, Sigríður Hrund Pétursdóttir, er gríðarlega ósátt við að fyrirtæki geti með þessum hætti beint auglýsingum að börnunum hennar. Björn Sveinbjörnsson, framkvæmdarstjóri NTC, harmar að auglýsingabæklingarnir hafi verið merktir ólögráða börnum.

Á gráu svæði

Bæklingarnir sem um ræðir eru jólagjafahandbók NTC árið 2016. Sigríður Hrund segir að þrátt fyrir að auglýsingapóstur hafi flætt inn um bréfalúguna hennar upp á síðkastið þá séu þetta einu bæklingarnir sem hafi verið merktir með þessum hætti.

„Við höfum til þessa aldrei fengið póst merktan börnunum okkar nema frá umferðarráði og Arion banka þar sem þeir eru í viðskiptum.“

Þá bendir Sigríður á að á þessum árstíma slæðist inn um lúguna bæklingar frá Kringlunni og Toys ‘R’ Us, svo eitthvað sé nefnt en það finnist henni annars eðlis þar sem póstinum er ekki beint sérstaklega að börnunum hennar.

„Eitthvert fyrirtæki þarna úti veit að ég á börn sem eru 12 ára og merkir þau sérstaklega fyrir auglýsingapósti. Ég bara spyr: Hvenær má fyrirtæki beina auglýsingum að börnunum okkar? Fyrir mér er þetta á mjög gráu svæði.“

Þá vill Sigríður benda sérstaklega á að þar sem báðir tvíburarnir hennar fengu sama bæklinginn sendan í pósti þá geti ekki verið um tilviljun að ræða. Þeir hafi verið markhópurinn, ekki hún.

„Þeir eru ekkert að fara að skoða þessa bæklinga, hafa ekkert með það að gera. Hvað hafa ófjárráða börn að gera með rándýran fatnað? Myndir þú kaupa ítalska leðurskó fyrir 12 ára barn? Þetta er bæklingur fyrir mig en ekki þá.“

Bannað að stíla auglýsingar á börn

Matthildur Sveinsdóttir, sérfræðingur á neytendaréttarsviði Neytendastofu, segir í samtali við DV að hún geti ekki tekið beina afstöðu til þessa tiltekna máls þar sem stofnunin hefur ekki tekið það til meðferðar.

„Það hefur áður verið tekið ákvörðun í svipuðu máli. Þar var sendur út einblöðungur sem var stílaður á foreldri og nafn barnsins kom fyrir neðan.“ Það er sambærilegt merkingunni sem var á bæklingunum sem komu inn um lúgu Sigríðar.

Gríðarlega ósátt við að jólagjafahandbókin hafi verið stíluð á 12 ára barn.
Búið er að afmá nöfn Sigríðar, sonar hennar og heimilisfang þeirra af miðanum Gríðarlega ósátt við að jólagjafahandbókin hafi verið stíluð á 12 ára barn.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Neytendastofa tók í því máli ákvörðun um að þetta væri brot gegn banni á beinni markaðssetningu gagnvart börnum,“ segir Matthildur sem vill jafnframt koma því að að afstaða Neytendastofu sé sú að það eigi ekki að stíla auglýsingabæklinga á ófjárráða börn.

Ekki ætlunin að merkja bæklinginn börnum

„Við biðjumst innilega afsökunar á þessu. Þetta er ekki í lagi,“ segir Björn Sveinbjörnsson, framkvæmdarstjóri NTC, sem segir fyrirtækið hafa keypt ákveðna þjónustu af Póstdreifingu. Þau hafi viljað koma bæklingnum inn á heimi þar sem fjölskyldur búa. Ætlunin hafi aldrei verið sú að bæklingurinn yrði merktur börnum.

„Okkur þykir mjög leiðinlegt að nafn barnsins hafi verið sett undir nafn foreldris eða forráðamanns. Þetta átti aðeins að vera stílað á foreldrana. Það var okkar skilningur og er eitthvað sem Póstdreifing þarf að svara fyrir. Við vitum ekkert hvernig þeir merkja þetta.“

Björn segir NTC fjölskylduvænt fyrirtæki. Þangað komi börn og gæludýr reglulega með starfsfólki í vinnuna. Þá segir Björn að markaðsstjóri NTC, sem er móðir, hafi sömuleiðis sagt að þetta væri alls ekki í lagi.

„Þetta er ekki í okkar höndum og það þykir mér enn sárara. Þetta var ekki okkur að kenna. Engu að síður er þetta asnalegt og okkur þykir þetta mjög leitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar