Debbie Reynolds er látin

Létust með sólarhrings millibili
Mæðgurnar Debbie Reynolds og Carrie Fisher Létust með sólarhrings millibili

Leikkonan Debbie Reynolds er látin 84 ára að aldri. Hún lést sólarhring eftir að dóttir hennar, Carrie Fisher, lést.

Reynolds lést í gærkvöldi en banamein hennar var heilablóðfall. Dóttir hennar, Carrie Fisher, lést á þriðjudaginn eftir að hafa fengið hjartaáfall um borð í flugvél á þorláksmessu.

Debbie fékk heilablóðfall á heimil sonar síns, Tod Fisher, í gærkvöldi en þau voru að skipuleggja útför Carrie.

Tod staðfesti andlátið í morgun en hann sagði einnig að 15 mínútum áður en móðir hans fékk heilablóðfallið hafi hún tilkynnt sér að sorgin við að missa Carrie væri svo mikil að hana langaði að fara og vera með henni aftur.

Nokkrum klukkustundum síðar var Debbie úrskurðuð látin .

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.