fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Faðir á Akranesi slær í gegn á YouTube: „Þetta er það fallegasta sem ég hef séð um jólin“

Sannaði tilvist jólasveinsins fyrir sex ára dóttur sinni – Sjáðu myndbandið

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. desember 2016 22:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að lítið myndband sem faðir á Akranesi setti á Facebook-síðu sína hafi slegið rækilega í gegn síðustu daga. Nú þegar hafa 180 þúsund manns horft á myndbandið á YouTube og heldur þeim áfram að fjölga.

Myndbandið sem um ræðir var tekið á aðfangadag af Michal Mogila sem búið hefur á Akranesi síðastliðin tíu ár. Dóttir hans, Maja Paulina, fæddist hér á landi og er sex ára gömul. Michal segir að undanfarið hafi farið að bera á vantrú hennar á jólasveininn og brá hann því á það ráð að búa til myndband til að sanna tilvist hans – og ekki er fráleitt að fullyrða að sú stutta hafi verið hrifin.

Rataði fljótt til Póllands

Michal segir að hann og dóttir hans hafi í sameiningu ákveðið að beina myndavél inn í stofuna á heimili þeirra á Akranesi til að sjá þegar jólasveinninn setur pakkana undir tréð. Og um leið og Maja sá daginn eftir að einhver hafði verið í stofunni krafðist hún þess að fá að sjá myndbandið. Afraksturinn má svo sjá hér að neðan.

Í samtali við DV segir Michal að hann hafi upprunalega sett myndbandið á Facebook-síðu sína þar sem vinir og vandamenn lýstu yfir hrifningu sinni á því og byrjuðu að deila því. Myndbandið var ekki lengi að berast á pólska fréttamiðla sem birtu það og þá hefur það birst á vefsíðunni 9gag. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 180 þúsund horft á myndbandið og heldur þeim aðeins áfram að fjölga. Breskir fjölmiðlar hafa einnig sýnt áhuga á að sýna myndbandið, segir Michal.

„Þetta er það fallegasta sem ég hef séð um jólin,“ segir einn í athugasemd undir myndbandinu og fleiri taka í svipaðan streng. Michal hefur meðfram vinnu sinni hjá vélsmiðju Þorgeirs og Ellerts á Akranesi mikið dálæti á myndbandagerð og hefur hann til að mynda vakið athygli fyrir glæsilegar loftmyndir af Akranesi.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=iN3P9izcghg&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“