fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Schwarzenegger skortir sjálfsöryggi

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 24. desember 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnold Schwarzenegger hefur í áratugi verið ímynd hreysti og sjálfstrausts. Sjálfur segist hann alltaf hafa þjáðst af skorti á sjálfsöryggi og hafi aldrei verið ánægður með líkama sinn. Jafnvel þegar hann hafi verið á toppnum og unnið alls kyns titla í vaxtarræktarkeppni hafi hann aldrei verið fullkomlega ánægður með útlit sitt. „Það var alltaf eitthvað sem skorti upp á. Ég fann milljón hluti sem mér fannst vera í ólagi og það varð til þess að ég hélt stöðugt áfram að æfa.“

Kappinn er orðinn 69 ára gamall og hefur nokkurn ama af því að sjá líkamann hrörna. Nú er svo komið að hann segist helst vilja kasta upp sjái hann spegilmynd sína. Hann segist samt ekki finna fyrir aldrinum og segist gera allt það sama og hann gerði fyrir tuttugu árum. Hann heldur ótrauður áfram að styrkja og þjálfa líkamann og byrjar daginn á æfingum og æfir einnig fyrir svefninn. „Ég ætla að halda mér í formi eins lengi og ég get,“ segir þessi fyrrverandi Herra Alheimur, fyrrverandi ríkisstjóri og alheimsstjarna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar