fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Ástarbréf Kirk Douglas

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 24. desember 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Kirk Douglas fagnaði 100 ára afmæli sínu á dögunum. Á næsta ári stendur til að gefa út í bók ástarbréf hans og eiginkonu hans, Anne. Hún hefur geymt öll bréf sem þeim fóru á milli frá því þau kynntust.

Douglas hefur skrifað allnokkrar bækur, bæði endurminningar og skáldskap. „Ég var alltaf að tala um sjálfan mig,“ segir hann. Honum fannst komin tími til að konu hans væri getið og stakk upp á því við hana að þau legðu saman í bók. Bókin nefnist Kirk and Anne: Letters of Love, Laughter and a Lifetime in Hollywood. Hjónin hafa verið saman í 62 ár, giftu sig árið 1954 og eignuðust synina Peter og Eric. Douglas átti þá tvo syni af fyrra hjónabandi, Michael og Joel.

Sonur þeirra hjóna, Eric, lést árið 2004, 46 ára gamall af völdum eiturlyfja. Hann hafði snemma farið að vera til vandræða og varð háður eiturlyfjum. Foreldrar sendu hann margoft á dýrustu meðferðarstofnanir án árangurs. Eftir dauða hans heimsóttu foreldrar hans gröf hans tvisvar í viku. Nú eiga þau erfitt um gang, enda háöldruð, og fara ekki jafn oft.

Douglas er orðinn ansi hrumur, hann drafar og því er nokkuð erfitt að skilja hann. Hann segir einmanalegt að ná hundrað ára aldri því allir vinir hans séu látnir. „Ég á konuna mína og hún er á við fimm vini,“ bætir hann við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“