fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Madonna sefur ekki vel vegna Trumps

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 11. desember 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ekki sofið vel síðan hann var kjörinn,“ segir Madonna í nýlegu viðtali við Billboard-tímaritið og á þar við Donald Trump. Hún segist vakna á hverjum morgni og byrja á því að átta sig á að kjör Trumps var ekki bara vondur draumur. Hún segir að þær konur sem kusu Trump hafi svikið kynsystur sínar. „Konur hata konur,“ segir Madonna. „Það er ekki í eðli kvenna að styðja aðrar konur. Það er mjög dapurlegt. Karlmenn vernda hverjir aðra og konur vernda menn sína og börn.“ Hún segir að með kjöri Trumps hafi Bandaríkin orðið að athlægi um allan heim. „Við erum þess ekki lengur umkomin að gagnrýna ríkisstjórnir annarra landa og leiðtoga þeirra.“

Madonna segist aðspurð hafa hitt Trump fyrir mörgum árum. Hún lýsir honum sem vingjarnlegum manni með persónutöfra hinnar roggnu karlrembu. Hún segir að þá hafi hún haft gaman af hversu lítið hann var gefinn fyrir pólitískan rétttrúnað en bætir við: „Auðvitað vissi ég ekki að hann ætti eftir að fara í forsetaframboð tuttugu árum síðar. Fólk eins og hann er til. Það er í lagi mín vegna. En fólk af þessari gerð á ekki að geta orðið þjóðhöfðingjar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“