fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

„Við erum að gera okkur að fíflum og það fyrir framan börnin okkar.“

Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 10. desember 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, er ekki þekktur fyrir skoðanaleysi og birti hann pistil í gærkvöldi um kirkjuheimsóknir barna. Það er löngu orðið ljóst að mikill ágreiningur ríkir um það hvort leik- og grunnskólar eigi að fara með börnin í kirkjur eða ekki. Hatrammar deilur eiga sér stað á samfélagsmiðlum ár hvert í desember þar sem menn liggja ekki á skoðunum sínum og kalla hvern annan öllum illum nöfnum.

Biggi segir í pistlinum: „Ég var að spá í að hlaða í einhvern svaka pistil um kirkjuferðir grunnskólabarna en ég bara nenni því ekki. Ég nenni ekki þessari deilu enn eitt árið. Getum við ekki bara hagað okkur eins og fullorðið vitiborið fólk og sýnt börnunum okkar í verki að við þurfum ekki alltaf að vera fúl á móti og röflandi um allt. Sérstaklega svona í kringum jólin.“

Ekki alls fyrir löngu gáfu Píratar út yfirlýsingu þess efnis að þeir hvöttu grunnskóla og leikskóla að fara ekki í kirkju um jólin og var fjallað um það í frétt DV. Þeir vísa þá í reglur Reykjavíkurborgar og grunnstefnu Pírata um borgararéttindi og friðhelgi einkalífs: „Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum.“

Mynd: © DV ehf / Sigtryggur Ari

Eins og sést í greininni eru athugasemdirnar fjölmargar. Mörgum er þar ansi heitt í hamsi og telja upp ýmsar ástæður þess að þeir vilji að börn sín og annarra fari í kirkjur. Einnig hafa þeir frammi tilgátur um það hvers vegna aðrir vilji ekki að börnin sín fari í kirkjur. Múslimum og fólki sem aðhyllist önnur trúarbrögð en kristni er meðal annars kennt um vandamálið. Aðrir benda á að á Íslandi fyrirfinnist fjöldinn allur af trýleysingjum sem þó séu skráðir í þjóðkirkjuna, og að margir þeirra sé mótfallnir kirkjuferðum. Það er ljóst að innræting getur hafist snemma og líklega er ein af þessum innrætingum sú hefð að skrá sem flest ungabörn í þjóðkirkjuna án þess að þau hafi nokkuð um það að segja.

Í fyrra braust upp svipaður ágreiningur um kirkjuferðir. Þá snerist hann að einhverju leyti um þá staðreynd að Langholtsskóli hygðist hætta kirkuferðum með börnin fyrir jólin. DV fjallaði um málið. Sama er að segja um kommentakerfið í þessari grein, sem hreint og beint logaði.

Eins og margir er Biggi orðinn langþreyttur á endalausum deilum um kirkjuheimsóknir barna. Sjálfur segist hann ekkert hafa á móti því að farið sé í guðshús með börnin og að hann haldi að flestir séu hlynntir þeim. En þar sem margt fólk hafi svo sterkar tilfinningar gegn því, þá sé það tilefni til endurskoðunar. Hann telur jólin ekki standa og falla með kirkjuheimsóknum barna á skólatíma og segir: „Við verðum að hætta íslensku jólahefðinni að rífast um börnin fyrir jólin. Ef það verður til þess að þessar skólaheimsóknir leggist af þá só bí it. Án gríns. Við erum að gera okkur að fíflum og það fyrir framan börnin okkar. Það er sko ekki í anda jólanna.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Honum þykir það miklu gáfulegra að nota orkuna í að snúa þessari vörn í sókn. Biggi vill
hvetja kirkjur til að opna hugann, sprengja ímyndunaraflið og fylla aðventuna af allskonar viðburðum fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. „Síðan vil ég hvetja fólk til að sækja þessa viðburði. Sérstaklega þá sem myndu vilja halda í hefðina um kirkjuheimsóknir grunnskólabarna. Þar er hægt að búa til nýjar, fallegar og dýrmætar hefðir. Þar þurfa prestar heldur ekki að tipla í kringum boðskapinn, skjálfandi af ótta yfir því að eitthvað barn fari óvart trúað heim að loknum skóladegi. Það væri nú svakalegt að lesa um það á forsíðu DV næsta dag.“

Hér fyrir neðan má lesa pistilinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“