fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Michelle mun ekki sakna Hvíta hússins

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 12. nóvember 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michelle Obama mun ekki syrgja flutninga úr Hvíta húsinu. Lengi hefur verið vitað að hún fagni því beinlínis að flytja þaðan. Hún segist ætla að halda áfram verkefnum sem hún sinnti í forsetatíð manns síns og þá sérstaklega málum sem snúa að menntun stúlkna og heilsufari barna, en hún hefur beitt sér mjög í baráttu fyrir heilsusamlegu mataræði þeirra.

Obama sagði nýlega að stjórnmál heilluðu konu hans ekki. „Hún hefði kosið kyrrlátara líf, fjarri sviðsljósinu,“ sagði hann. Aðstoðarmenn Obama hafa átt til að kvarta undan Michelle sem hefur ekki látið úthluta sér verkefnum heldur valið þau sjálf. Hún hefur ekki alltaf haft þolinmæði gagnvart þeirri miklu öryggisgæslu sem er í kringum hana og hefta frelsi hennar. Michelle hefur lagt mikla áherslu á að vernda dætur sínar tvær fyrir sviðsljósinu og reynt að veita þeim eins eðlilegt uppeldi og mögulegt er og mun hafa ráðfært sig við Hillary Clinton hvernig best væri að haga lífi barna í Hvíta húsinu.

Michelle þykir hafa staðið sig frábærlega sem forsetafrú og nýtur meiri vinsælda en eiginmaður hennar. Hún hefur mikla útgeislun og bestu augnablik í kosningabaráttunni voru ræða hennar á flokksþingi demókrata og önnur tilfinningaþrungin ræða um miður falleg ummæli Donalds Trump um konur. Demókratar vilja helst sjá Michelle í stjórnmálastarfi, en á því hefur hún alls engan áhuga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi