fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Alexander Jarl með nýtt lag: „Lagið fjallar um að finna sig í vonleysinu“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 27. október 2016 18:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl, hefur gefið út nýtt og glæsilegt myndband við lagið Allt undir. Alexander hefur gefið út þrjár plötur. Lagið Allt undir kom út í dag á Spotify, iTunes og Tidal.

„Ég er búinn að gera tónlist og texta frá því ég man eftir mér, en ég tók því ekki alvarlega fyrr en ég fékk fyrsta paycheckið mitt 2015,“ segir Alexander Jarl í samtali DV aðspurður hvenær áhuginn kviknaði.

Hver er boðskapurinn í laginu?

„Lagið fjallar um að finna sig í vonleysinu, hvaðan sem það kemur, og nýta það sem motivation frekar en að leyfa því að draga sig niður,“ segir Alexander.

Hlynur Hólm leikstýrir myndbandinu en Júlíana Garðsdóttir fer með aðalhlutverkið.

„Aldrei sáttur smáskífan var að koma út í dag á Spotify, iTunes og Tidal,“ bætir Alexander við og ætlar að fagna með tónleikum á Húrra núna í kvöld. „Þeir byrja klukkan 22 og munu Major Key sjá um tónlistina þar til GKR stígur fyrstur upp á svið.“

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið:

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=A1p5k4cChYs&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“