fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Á flótta undan lögreglu með stolinn fisk handa svöngum börnum

Dramatískt kosningamyndskeið – Sturla með stórleik – Kosningamyndskeið Dögunar slær í gegn

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 25. október 2016 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feðgarnir ræða um matarverð fyrir háttinn
Feðgarnir ræða um matarverð fyrir háttinn

Dramatísk tónlist sem líklega ekkert kvikmyndastúdíó myndi láta sér detta í hug að nota. Við opnum á þungbrýnan alvarlegan skeggjaðan mann. Næst sjáum við barn teikna mynd í skólastofu. Nærmynd af dreng með falleg blá augu. Hann er alvarlegur á svip líkt og maðurinn. Klippt:

Alvarlegi maðurinn situr á rúminu hjá alvarlega drengnum. Alvarlegi drengurinn spyr:

„Pabbi er matur dýr?“

„Hann getur verið það,“ svarar faðirinn.

„Af hverju veiðir þú bara ekki fiskinn í sjónum?“

Faðirinn ákveður að fara á veiðar
Faðirinn ákveður að fara á veiðar

Þannig hefst kosningamyndband Dögunar sem vakið hefur talsverða athygli fyrir efnistök og sjá má neðst í þessari umfjöllun. Flokkurinn vill gera krókaveiðar frjálsar. Fjölmargir stuðningsmenn Dögunar hafa deilt myndbandinu en frjálsar krókaveiðar er eitt af baráttumálum flokksins og „fyrsta skrefið til að færa auðlindirnar aftur til fólksins. Þá sé verið að „koma í veg fyrir sjálfsbjargarviðleitni fólks í landi þar sem laun eru lág og matur dýr“ líkt og Ása Lind Finnbogadóttir orðar það. En síðan eru aðrir sem finnst myndbandið bráðfyndið. Hrafn Jónsson pistlahöfundur á Kjarnanum segir:

„Jæja. Þetta er búið. Það geta allir aðrir kastað inn handklæðinu. Hér er komið lang, lang, lang, lang besta kosningamyndband sem ég hef séð. Kosningastuttmynd. Kosningastórmynd. Bíðið líka eftir síðasta rammanum. Stærsta cameo íslenskrar kvikmyndasögu.“

Er handsamaður af lögreglunni
Er handsamaður af lögreglunni

En grípum aftur í söguþráð myndarinnar:

Eftir að faðirinn hefur rætt um matarverð við son sinn fyrir svefninn er klippt á hann þar sem hann situr í þungum þönkum við eldhúsborð og heldur um höfuð sitt. Hann tekur ákvörðun.

Klippt á dóttur sem kemur inn. Faðirinn heilsar og segir að hann verði frá í aðeins tvo og hálfan tíma.

Klippt á eftirfarandi texta:

Endar í yfirheyrslu hjá Sturlu
Endar í yfirheyrslu hjá Sturlu

„Vissir þú að mannréttindanefnd sameinuðu þjóðanna er búin að dæma íslensk stjórnvöld fyrir að brjóta á stjórnarskrá vörðum rétti þínum með því að banna frjálsar krókaveiðar.“

Klippt á föðurinn að stíga úr bát með svartan ruslapoka. Í ruslapokanum er fiskur. Hann gengur kátur í land með aflann en lögreglan er á svæðinu. Faðirinn hleypur en er handsamaður af yfirvöldum.

Sturla stendur á fætur og öskrar: „Gætum klárað allan fiskinn í sjónum.“
Sturla stendur á fætur og öskrar: „Gætum klárað allan fiskinn í sjónum.“

Næst sjáum við hann sitja alvarlegan í yfirheyrsluherbergi.

„Hvar er restin af fiskinum?“ spyr sá sem sér um yfirheyrsluna sem er auðvitað Sturla Jónsson, oddviti Dögunar.

„Af hverju höfum við ekki bara frjálsar krókaveiðar?“ spyr faðirinn einlægur.

Sturla stendur á fætur og öskrar: „Gætum klárað allan fiskinn í sjónum.“

Sturla sjálfur er ánægður með afraksturinn og segir á Facebook: „Gargandi snilld ! deila og deila“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“