fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

„Súrt að geta ekki keypt regnkápu í 66° Norður“

Hrund endaði í herradeildinni

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 18. október 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Auðvitað á stór kona að geta keypt sér flík,“ Þetta segir Hrund Jóhannesdóttir sem lagði leið sína í útsölumarkað 66° Norður á dögunum með því markmiði að kaupa sér yfirhöfn. Hrund sem að passar yfirleitt í stærð xxl mátaði þar regnkápu í sinni stærð en líkt og sjá má á myndinni er flíkin alltof lítil á hana. Markaðsstjóri 66° norður segir tiltekna flík ekki endurspegla stærðir á flíkum frá fyrirtækinu almennt.

Vakti mikla athygli

Hrund sem undraði sig á því hversu illa flíkin passaði deildi myndinni upphaflega á Facebook þar sem hún vakti mikla athygli. Þá skrifuðu margir ummæli við myndina og deildu sambærilegri reynslu af misvísandi fatastærðum hjá 66° Norður.

„Þetta var auðvitað vandræðalegt. Að sama skapi þykir mér eðlilegt að stórar konur geti keypt sér flík rétt eins þær sem nota minni stærðir.“

Hrund kveðst yfirleitt eiga í miklum vandræðum með að finna sér föt við hæfi á Íslandi. „Þegar þú ert komin í svona stóra stærð þá er ósjálfsrátt gert ráð fyrir því að þú sért gömul kona og sniðin eftir því.“

Mynd: Úr einkasafni Hrundar

Þá þykir henni súrt að geta ekki keypt sér regnkápu í 66° norður. En í þetta skiptið líkt og svo oft áður endaði Hrund í herradeildinni.

Efni og snið hafa áhrif

Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66° Norður segir í samtali við DV að þessi tiltekna flík sem Hrund er að máta sé aðsniðinn í hönnun og lítill teygjanleiki í efninu.

„Það er því ekki hægt að segja að þessi tiltekna flík endurspegli stærðirnar hjá okkur almennt.“

Fannar segir að 66° Norður byggi á stöðluðum stærðum frá Evrópu en sniðin séu þó breytileg á milli stíla.

„Efnin og sniðin hafa því alltaf áhrif og stærðir því ekki 100% eins milli stíla.“

Þá segir Fannar að 66° Norður hafi lagt upp með það í gegnum tíðina að bjóða upp á fjölbreytta vörulínu og framleiði marga stíla í stærri stærðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“