Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ býr á Ramsay Street

Setning Ljósanætur fer fram í dag – Bærinn að taka á sig mynd og þar er gata bæjastjórans engin undantekning

Freyjuvellir fá ávallt nýtt nafn á meðan á Ljósanótt stendur.
Í Reykjanesbæ Freyjuvellir fá ávallt nýtt nafn á meðan á Ljósanótt stendur.
Mynd: Úr einkasafni

Ein bjartasta fjölskylduhátíð landsins verður sett í dag en það er Ljósanótt í Reykjanesbæ, hátíð sem verður haldin í sextánda sinn dagana 3. til 6. september. Bærinn er allur að taka á sig mynd og má til að mynda sjá ófáar ljósaseríur í gluggum húsa en það er orðin hefð hjá fjölmörgum íbúum Reykjanesbæjar.

Kjartan Már Kjartansson.
Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ Kjartan Már Kjartansson.

En þær eru fleiri hefðirnar sem haldast í hendur við þessa fjölskylduhátíð í Reykjanesbæ.

Götuheiti á götu einni í bæjarfélaginu er til að mynda alltaf breytt eða „skipt út“ ef svo mætti að orði komast á Ljósanótt á hverju einasta ári. Það er gatan Freyjuvellir en þar býr einmitt bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson.

Á hverju ári tekur íbúi í götunni sig til og skrúfar niður götuskiltið og kemur fyrir í staðinn einu af frægustu götuskiltum Ástralía og þó víðar væri leitað: Ramsay Street. Fyrir þá sem ekki vita þá er Ramsay Street úr þáttunum um Nágranna sem hafa verið sýndir út um allan heim.

„Það býr skemmtilegt fólk í götunni okkar. Fyrir hverja Ljósanótt breytist nafn hennar í "Ramsay Street" eins og í þáttunum um Nágranna og sólblómin verða áberandi,“ segir Kjartan Már á Facebook-síðu sinni.

Þéttskipuð dagskrá af menningu og tónlist

Dagskráin um Ljósanæturhelgina er þéttskipuð en ef við kíkjum á laugardaginn þá hefst hann með hinni árlegu Árgangagöngu þar sem árgangarnir sameinast í risastórri skrúðgöngu sem endar á hátíðarsvæðinu þar sem við tekur stanslaus dagskrá fram á kvöld.

Frábær og árleg hefð á laugardegi Ljósanætur þar sem árgangarnir hittast og ganga saman inn á hátíðarsvæðið.
Árgangagangan Frábær og árleg hefð á laugardegi Ljósanætur þar sem árgangarnir hittast og ganga saman inn á hátíðarsvæðið.
Mynd: Reykjanesbær/VF

Bjartasta flugeldasýning landsins

Hápunkti ná hátíðarhöldin með stórtónleikum á útisviði með úrvali tónlistarfólks og björtustu flugeldasýningu landsins. Fram koma Pakkið - Guðmundur R Lúðvíksson og hljómsveit Sígull Kolrassa krókríðandi Sveitapiltsins draumur - tónleikar til heiðurs Rúnari Júlíussyni með söngvurunum Valdimar Guðmundssyni, Stefáni Jakobssyni, Magna Ásgeirssynir og Sölku Sól. Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar.

Hátíðinni lýkur á sunnudegi, sem gjarnan er nýttur til að skoða allar þær sýningar og viðburði sem ekki hefur tekist að komast yfir þrjá fyrri dagana.

Hérna getur þú séð dagskrá Ljósanætur í ár!

Þessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá tilboð »

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.