Kim komin með írskan tvífara

Hætti í leikskólakennaranámi til að verða fyrirsæta – Vinnur nú með Kardashian-fjölskyldunni

Fyllir í skarðið fyrir Kim Kardashian í sjónvarpsþættinum Keeping Up With The Kardashians, þegar á þarf.
Shahira Barry. Fyllir í skarðið fyrir Kim Kardashian í sjónvarpsþættinum Keeping Up With The Kardashians, þegar á þarf.

Shahira Barry, 24 ára írsk fyrirsæta, er ekki þekkt nafn þótt hún sé nú hluti af einum vinsælasta sjónvarpsþætti sögunnar. Ástæðan fyrir því að nafn hennar hefur enn ekki skotist upp á stjörnuhiminn er líklega sú að Barry kemur ekki fram undir réttu nafni í þættinum, heldur sem stórstjarnan Kim Kardashian.

Barry hætti nýverið leikskólakennaranámi til þess að vera fyrirsæta og flutti frá Írlandi til Los Angeles í Kaliforníu. Eftir að hafa fengið nokkur minniháttar hlutverk sem fyrirsæta fangaði Barry loks athygli framleiðanda þáttarins „Keeping Up With The Kardashians,“ sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni E!.

Framleiðendunum fannst Barry líkjast Kim Kardashian svo mikið að þeir réðu hana sem staðgengil fyrir Kim í þáttunum.

Í frétt Mirror segist írska fyrirsætan vera himinlifandi yfir nýja hlutverkinu og segir Kardashian-fjölskylduna vera mjög jarðbundna og að hún læri mikið af þeim.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.