Sjálfsvíg með stuðningi

Eiginmaður Sylviane framdi sjálfsvíg með stuðningi - Mannréttindi felast í ákvörðunarrétti einstaklings um lífslok

Steinar, eiginmaður Sylviane, tók ákvörðun um eigin lífslok.
Kvaddi eiginmanninn í Sviss Steinar, eiginmaður Sylviane, tók ákvörðun um eigin lífslok.
Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Sylviane Lecoultre er svissnesk að uppruna en hefur verið búsett á Íslandi í næstum fjóra áratugi. Það var ástin sem leiddi hana hingað, því 1978 kynntist hún eiginmanni sínum, Steinari Péturssyni, og flutti ári síðar með honum til Íslands. Hér stofnuðu þau fjölskyldu, eignuðust þrjú börn og Sylviane hóf farsælan starfsferil sem iðjuþjálfi. Henni hefur liðið vel á Íslandi, hún komst fljótt inn í samfélagið og hefur verið virk í opinberri umræðu í fjölda ára, meðal annars um mannréttindi og atvinnumál geðsjúkra. Siðmennt – Félag siðrænna húmanista á Íslandi – stóð síðastliðinn fimmtudag fyrir málþingi um líknardauða. Þar var Sylviane einn frummælenda og miðlaði af reynslu sinni í tengslum við andlát Steinars, sem kaus að svipta sig lífi með aðstoð svissnesku samtakanna Dignitas. Steinar hafði barist við veikindi sem sviptu hann lífsgæðum og líkamlegri getu.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.