Hefur poppbransinn endanlega rassað yfir sig?

Rassamyndband Jennifer Lopez fengið 16 milljón áhorf á rúmum sólarhring

Jennifer Lopez hefur gert allt vitlaust með nýju myndbandi sínu sem hefur fengið rúmlega 16 milljón áhorf á fyrsta sólarhringnum á YouTube.
Rassar = áhorf Jennifer Lopez hefur gert allt vitlaust með nýju myndbandi sínu sem hefur fengið rúmlega 16 milljón áhorf á fyrsta sólarhringnum á YouTube.
Mynd: YouTube

„Já, J.Lo. Við erum tilbúin. Raunar erum við orðin ónæm. Við erum líklega komin yfir þetta,“ segir pistlahöfundurinn Kevin Fallon hjá vefsíðunni Daily Beast um nýjasta myndband poppdívunnar Jennifer Lopez sem vakið hefur mikla athygli. Lagið heitir „Booty“ og nýtur Lopez liðsinnis hinnar íturvöxnu Iggy Azalea í laginu.

Það er ekki oft sem sést í andlitin á Lopez og Iggy Azalea í myndbandinu.
Lítið annað að frétta Það er ekki oft sem sést í andlitin á Lopez og Iggy Azalea í myndbandinu.
Mynd: YouTube

Rassalagið hefur vakið hörð viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð, enda velta margir fyrir sér á hvaða vegferð poppbransinn í Bandaríkjunum er. Myndbandið gengur bókstaflega út á það að Lopez og Azalea hrista á sér bossann og nudda sér á munúðarfullan máta upp við hvor aðra í rúmar fjórar mínútur. Lagið kemur aðeins nokkrum vikum eftir að Nicki Minaj gerði allt vitlaust með myndbandi sínu, Anaconda, sem þótti fara einstaklega langt yfir strikið í smekkleysu sinni og hlutgervingu kvenna. Rassamyndband Lopez er af sama meiði.

Það er gömul saga og ný að klámvæðing poppbransans tröllríði nú öllu.
Klámvæðing? Það er gömul saga og ný að klámvæðing poppbransans tröllríði nú öllu.
Mynd: YouTube

Það er fleira sem þessi myndbönd eiga sameiginlegt, þau hafa bæði nánast brætt úr áhorfsteljara YouTube. Nicki Minaj fékk tugmilljónir áhorfa á Anaconda fyrstu dagana eftir að það kom út (stendur núna í rúmlega 177 milljón áhorfum) og á rúmlega sólarhring hafa rúmlega 16 milljónir YouTube-notenda horft á Booty-myndband Jennifer Lopez.

Lagið heitir Booty og það er lítið annað en dillandi bossar í myndbandinu við það.
Of langt gengið? Lagið heitir Booty og það er lítið annað en dillandi bossar í myndbandinu við það.
Mynd: YouTube

Fallon skrifar að þrátt fyrir yfirlýsingar Vogue um að nú sé öld stórra rassa- sem tískutímaritið fékk á baukinn fyrir í netheimum- og sérstaka rassaumfjöllunar í Style-kálfi New York Times í vikunni, þá sé Lopez í raun að gefa út myndband sitt á hápunkti öldu „bossaþreytu“ meðal almennings.

Er nema von að fólk spyrji sig hvort poppbransinn hafi endanlega rassað yfir sig? Hvað finnst þér?

Sjáðu myndbandið umdeilda hér:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.