Berrassaður sjómaður tók Wrecking Ball úti á sjó

Örvar Helgason á Höfrungi III brá á leik eftir kaffitímann í morgun

Miley Cyrus eða Örvar?
Örvar á kúlunni Miley Cyrus eða Örvar?
Mynd: Úr einkasafni

Ljósmynd sem var tekin einhversstaðar úti á sjó suðvestur af landinu í morgun hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðlana.

Á myndinni sést sjómaðurinn Örvar Helgason leika eftir atriði úr frægu tónlistarmyndbandi söngkonunnar Miley Cyrus við lagið Wrecking Ball. Örvar gleymir meira að segja ekki að stinga tungunni út sem er orðið frægt vörumerki söngkonunnar ungu.

Fjör á Höfrungi III

„Þetta var nú bara skyndihugdetta sem ég fékk í kaffitímanum í morgun. Fékk svo strákana hérna á Höfrungi III til þess að græja myndina með mér eftir vaktina,“ segir Örvar sem bjóst ekki við því að þetta myndi breiðast svona hratt út.

Örvar segir þá 27 um borð og að sjálfsögðu séu allir léttir og kátir. Þeir verða í landi í byrjun apríl og segir Örvar veiðina hafa gengið mjög vel.

Með húmorinn og hjartað á réttum stað

„Við erum alvöru vetrarsjómenn með húmorinn og hjartað á réttum stað,“ segir Örvar sem er til alls líklegur á næsta túr.

„Bara um að gera að hafa gaman af lífinu, fíflast aðeins og skemmta sér í leiðinni,“ segir Örvar sem, ásamt strákunum á Höfrungi III, biður að heilsa.

Þessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá tilboð »

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.