Baugsmenn vildu reka Hannes

„Tveir Baugsmenn heimsóttu rektor og vildu að ég yrði rekinn fyrir skrif mín um Baugsfjölskylduna.“
Baugsmenn vildu hann burt „Tveir Baugsmenn heimsóttu rektor og vildu að ég yrði rekinn fyrir skrif mín um Baugsfjölskylduna.“
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hannes Hólmsteinn Gissurarson hittir blaðamann í hornskrifstofu í einni byggingu Háskóla Íslands. Þar hefur hann verið með vinnuaðstöðu í mörg ár og er búinn að koma sér kirfilega fyrir.

Veggirnir eru hlaðnir ljósmyndum úr lífi hans, blaðaúrklippum sem hann hefur rammað inn og ýmsum munum sem hann heldur upp á.

Skemmtilegastar eru myndir af Hannesi Hólmsteini með ítalska refnum Silvio Berlusconi og hinni kænu íhaldskonu Margaret Thatcher. „Hún Thatcher var alveg frábær, hún var mjög ákveðin og bara eins og hún er,“ segir hann og brosir. „Svo er þetta er fræg mynd,“ segir hann og bendir á ljósmynd af sér þar sem hann stendur við Dómkirkjuna og gægist fyrir horn.

Hannes Hólmsteinn er í helgarviðtali í DV. Hér að neðan er gripið í viðtalið þar sem hann ræðir um völd Baugsklíkunnar sem hann segir hafa verið umfangsmikil á árunum fyrir hrun.

„Auðklíkan hafði hér öll völd. Eitt dæmi um það er að hún skipar fyrir um að Björn Bjarnason sé felldur um sæti á lista í þingkosningum. Notaði til þess auglýsingaherferð. Þar sýndi hún klærnar. Þeir sem höfðu reynt að berjast gegn henni, þeir voru ekki beinlínis ofsóttir en þeir lentu úti í kuldanum.

Tveir Baugsmenn heimsóttu rektor og vildu að ég yrði rekinn fyrir skrif mín um Baugsfjölskylduna.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.