„Hárgreiðslan var kannski pent pönk“

Hildur Sverrisdóttir átti líflegan dag í Ráðhúsi Reykjavíkur

Fyrsti borgarráðsfundur Hildar var líflegur. Á pöllunum mótmælti fólk og á fundinum var tekist á um fundarsköp og meinta sundrung innan flokka.
Í djúpu laugina Fyrsti borgarráðsfundur Hildar var líflegur. Á pöllunum mótmælti fólk og á fundinum var tekist á um fundarsköp og meinta sundrung innan flokka.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hildur Sverrisdóttir kemur af krafti inn í borgarmálin. Hún er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og tók sæti Gísla Marteins ­Baldurssonar. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Hildi um hugsjónirnar og andrúmsloftið í stjórnmálunum sem er sagt einkennast af sundrung og átökum. Hildur segir ekkert eðlilegra en að takast á um það sem máli skiptir og vill að kjörnir fulltrúar borgarinnar taki meiri ábyrgð á verkum sínum.

Hildur kemur gangandi til fundar við blaðamann í miðborginni. Hún er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga. Hann var einkar líflegur, fyrsti vinnudagurinn hennar.

Reykvíkingar voru mættir á pallana til að mótmæla kynbundnum launamun í borginni. Á sama tíma var Gísli Marteinn Baldursson kvaddur og borgarfulltrúar rifust yfir öllu mögulegu. ­Fundarsköpum, meintri sundrung innan flokkanna og hvað eina. Hildur vakti sjálf athygli. Skrifuð var frétt á fréttavef Vísis um hárgreiðslu hennar sem var í anda Lilju prinsessu úr kvikmyndinni Stjörnustríði.

„Já, þetta var hressandi og krefjandi fundur, það var aldeilis djúpa laugin að hafa fólk á pöllunum þegar ég flutti fyrstu ræðuna mína,“ segir Hildur og segist reyndar hafa fundið styrk í því þegar hún fór í ræðupúlt. „Enda verið að mótmæla mikilvægum hlut á málefnalegan hátt.“
En hvað með hársnúðana sem urðu fréttnæmir? „Hárgreiðslan var kannski pent pönk og því skiljanlegt að það sé fjallað um það sem slíkt,“ segir Hildur kankvís.

„Svo er það önnur saga hvort það sé ekki eðlilegra að fjalla um það sem er sagt og gert í stað þess að einblína á útlitið – skiptir það einhverju máli?“

Hildur tók umfjölluninni hins vegar ekki sem kynbundinni, að hér væri á ferð dæmigerð hlutgerving konu þar sem einblínt er á útlitið. „Ég held að það hafi bara verið að reyna að lesa í hvaða skilaboð fælust í hárgreiðslunni.“

Hér er aðeins birt stutt brot úr viðtali við Hildi. Það er að finna í helgarblaði DV og er aðgengilegt í heild sinni áskrifendum DV.is

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.