Stuðningsmenn Þóru syngja: „Með Þóru í hug og hjarta“

Frumsamið lag til heiðurs Þóru

„Búum til framtíð bjarta, með Þóru í hug og hjarta,“ syngja stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur forsetaframbjóðanda í myndbandi sem sett hefur verið á YouTube. Stuðningsmennirnir syngja þar frumsamið lag þar sem lýst er yfir eindregnum stuðningi við Þóru.

Lagið er samið af Jóhönnu Fjólu Ólafsdóttur en textinn eftir Þorstein Eggertsson. Lagið er flutt af Garðhljómsveitinni. Myndbandinu var halað upp á vefinn í gær þegar stuðningsmenn Þóru héldu Þórudaginn hátíðlegan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.