Alein á suðurpólinn: „Þetta verða öðruvísi jól“

Vilborg Arna Gissurardóttir ætlar að verða fyrst íslenskra kvenna á suðurpólinn

„Ætli það verði ekki kaldast svona mínus 40 gráður en meðalkuldinn nær 30 gráðum. Vistin í tjaldinu verður samt ekki slæm. Þar verður samt kalt og ég býst við að þar verði yfirleitt frost,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir sem ætlar sér að verða fyrst íslenskra kvenna til að ganga á suðurpólinn en það ætlar hún að gera alein og án utanaðkomandi hjálpar.

„Það er alltaf hætta á vindkælingu og þá frostbiti á göngunni á köldum og erfiðum dögum. En ef vindurinn er sterkur þá geng ég með andlitsgrímu. Vindurinn fær hvergi að snerta skinnið. Lykillinn að svona leiðangri er að hugsa vel um sig, klæða sig eins vel og maður getur, passa andlitið, fingurna og fæturna. Maður verður stöðugt að hugsa um hvernig manni líður,“ segir Vilborg og bætir við að hún muni fara yfir sprungusvæði þar sem þarf að gæta ýtrustu varúðar.

Þessi tími ársins varð fyrir valinu þar sem nú ríkir sumar á suðurhveli jarðar. „Yfir vetrartímann er mikið myrkur. Sólin kemur ekkert upp og kuldinn er gríðarlegur. Mesta mælda frost er 83 gráður. „Season-ið“ er núna,“ segir Vilborg Arna sem þykir ekkert tiltökumál þótt hún missi af jólunum hér heima.

„Auðvitað verða þetta öðruvísi jól en mér finnst jólin í rauninni verða til í hjartanu. Það skiptir ekki öllu máli hvar maður er staddur. Í stóra samhenginu er þráin og eftirvæntingin yfir að fara í þennan leiðangur svo mikil og því er ég alveg tilbúin að fara þótt það séu að koma jól.“

Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild sinni með því að smella á „Meira“.

Mynd: © Eyþór Árnason

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.