„Ástfangin af þessum leiðangri“

Vilborg Arna Gissurardóttir er að leggja af stað í stærsta ævintýri lífs síns.

Mynd: DV mynd/Eyþór Árnason

„Ég hef æft mig í því að vera ein og hef farið ein í ferðalag á hverju ári þótt þau hafi ekki verið af þessari stærðargráðu,“ segir hin 32 ára Vilborg Arna Gissurardóttir sem ætlar sér að verða fyrst íslenskra kvenna til að ganga á suðurpólinn en það ætlar hún að gera alein og án utanaðkomandi hjálpar.“

“Ég hef farið í styttri hjólaferðir og á síðasta ári sigldi ég til Grænlands og var þar ein í óbyggðunum í heila viku. Þá prófaði ég mig áfram og skoðaði hvernig mér leið einni. Mér leið ágætlega þótt ég hefði engan til að stóla á nema sjálfa mig. Mesta álagið verður rétt eftir að ég verð kvödd úti á ísnum. Á Grænlandi var það skip en núna verður það flugvél. En maður þarf að ná áttum fyrst á eftir og venjast aðstæðum.“

Hún segist ekki hafa óttast að finna sér maka meðan á undirbúningnum stóð sem síðan myndi biðja hana um að hætta við allt saman. „Það var engin hætta á því þar sem ég er búin að vera svo ofsalega fókuseruð á þennan leiðangur. En auðvitað verður maður alltaf að leyfa hjartanu að ráða. En akkúrat núna er ég ástfangin af þessum leiðangri.“

Lestu meira í Helgarblaði DV sem kom út í dag !

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.