Á 30 daga skilorði

Enn lokað á Hildi

Baráttukonan og femínistinn Hildur Lilliendahl á ekki sjö dagana sæla á Facebook þessa dagana en um helgina var aðgangi hennar þar lokað í fjórða skiptið. Leiða má að því líkur að andstæðingar skoðana hennar hafi verið þar að verki og tilkynnt Hildi fyrir meint brot gegn notendaskilmálum síðunnar. Hún er því komin í bann fyrir að endurbirta hatursfull ummæli um sjálfa sig á netinu. Hildur birtir skjáskot af tilkynningu Facebook á heimasíðu sinni þar sem henni er tjáð að hún sé á 30 daga skilorði á síðunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.