Kristrún Ösp: Veit ekki hver pabbinn er

Lét allt flakka í viðtali við Vikuna

Kristrún Ösp Barkardóttir er í forsíðuviðtali í nýjustu Vikunni þar sem hún lætur allt flakka. Eins og alþjóð veit er Kristrún Ösp komin rúma fjóra mánuði á leið af sínu fyrsta barni en í viðtalinu kemur fram að glamúrfyrirsætan veit ekki hver pabbi barnsins er þótt hún sé þess fullviss að knattspyrnustjarnan Dwight Yorke komi ekki til greina. „Ég var með öðrum manni eftir að við Sveinn Andri hættum saman og hann kemur einnig til greina sem faðir barnsins,“ segir Kristrún sem hætti með lögfræðingnum Sveini Andra eftir nokkra mánaða samband. Sambandið vakti ekki síst athygli vegna þess að mikill aldursmunur er á Kristrúnu og Sveini eða 27 ár en Kristrún er fædd árið 1990 og Sveinn árið 1963.

Kristrún vakti athygli út fyrir landsteinana þegar hún var í sambandi við knattspyrnustjörnuna Yorke. Breska pressan gekk á eftir henni með grasið í skónum en Kristrún neitaði að selja sögur um kærastann fyrir pening enda lifði hún í vellystingum með Yorke. Þegar sambandi þeirra lauk lét hún hafa eftir sér að peningar og frægð hefðu ekkert í ástina að gera. „ Ég viðurkenni það alveg að ég hugsaði um að vera bara með honum. Þá hefði ég ekki þurft að hugsa um neinn. Það hefði bara verið eins og að vera í lúxusutanlandsferð alla ævi en ég er sjálfstæð og stolt og það kom bara ekki til greina,“ sagði Kristrún í DV í fyrra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa frétt.