Gillz við Sigmar í Kastljósinu: „Fotosjopp gæti ekki einu sinni bjargað þér“

Ljósmyndari viðurkennir að myndin af Agli á símaskránni er lagfærð með hjálp töluvtækni

„Er kennsla á fótósjoppforritið hluti af þessari fjarþjálfun,“ spyr ritstjóri Kastljóssins, Sigmar Guðmundsson, rithöfundinn og einkaþjálfarann Egil Einarsson á Facebook-síðu hins síðarnefnda í kvöld. „Fotosjopp gæti ekki einu sinni bjargað þér Sigmar!“ svaraði Egill Sigmari

Forsíða símaskrárinnar hefur vakið mikla athygli en hana prýðir Egill, sem jafnan er kallaður Gillz eða Þykki. Forsíðan hefur verið gagnrýnd töluvert fyrir þær sakir að myndin af Agli þykir vera töluvert lagfærð með hjálp myndvinnsluforritsins Photoshop.

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld staðfesti Elli Cassata, ljósmyndari fyrir Ennem auglýsingastofuna, að myndinni hefði verið breytt í tölvu. Elli tók myndina en hann sagði það reglu fremur en undantekningu í tískuheiminum að myndunum sé breytt í tölvu. Hann sagði Egil hafa gengist undir fremur litla lýtaaðgerð miðað við margt annað sem hann hefði séð.

Þegar Egill sagði Photoshop-forritið ekki geta bjargað Sigmari, uppskar hann mikinn hlátur frá Sigmari sem sagði það vera alveg rétt.

„Hahaha, það er rétt. Úr því sminkurnar á rúv geta ekki bjargað mér þá er hæpið að eitthvað tölvuforrit geti það. En úr því að þú ert að mastera sjálfan þig í fótsjopp, af hverju læturu ekki forritið setja á þig smá bísepp? Það vantar alveg svoleiðis á þig,“ skrifar Sigmar.

Mynd: © Róbert Reynisson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.