Giftu sig heima í stofu

Mynd: Mynd DV

Jóhannes Jónsson kaupmaður, oftast kenndur við Bónus, gifti sig á afmælinu sínu nýverið. Hann kvæntist Guðrúnu Þórsdóttur og voru einungis börn þeirra viðstödd athöfnina, sem fór fram heima í stofu, segir Jóhannes. „Þetta var mjög „low-profile“,“ segir hann í samtali við DV. Guðrún og Jóhannes hafa búið saman síðastliðin átta ár.

Þau munu ekki fara í neina brúðkaupsferð. „Ég er nú í þessu ferli að ná heilsunni aftur. Ætli maður láti ekki duga þá vegferð,“ segir hann. Jóhannes hefur barist við krabbamein síðustu mánuði en hann er í nú í lyfjameðferð við því.

Jóhannes kynntist Ásu Karen Ásgeirsdóttur, fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður, fyrir tvítugt. Saman eiga þau börnin Jón Ásgeir og Kristínu. Jón Ásgeir á þrjú börn og Kristín tvö þannig að barnabörn Jóhannesar eru orðin fimm talsins. Eftir skilnaðinn átti hann í stuttu sambandi við Jónínu Benediktsdóttur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.