Frumsýndi bumbuna

Lily Allen sýndi óléttubumbu sína í fyrsta sinn þegar hún mætti á frumsýningu myndarinnar Tamara Drewe á mánudag. Frumsýningin fór fram í Lundúnum og geislaði gleðin af Lily sem gengur með sitt fyrsta barn. Hún hefur látið hafa eftir sér að hún gæti hugsað sér að draga sig alfarið úr sviðsljósinu til þess að sinna fjölskyldunni.

Lily á von á barninu með Sam Cooper en þau greindu frá óléttunni fyrir um mánuði. Ástæðan fyrir því að Lily var á frumsýningunni er sú að móðir hennar, Alison Owen, er einn af framleiðendum myndarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.