fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Ólafur Skúlason vildi stöðva barnatímann

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 3. febrúar 2019 09:03

Ólafur Skúlason Ósáttur við barnatímann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1986 var einokun Ríkisútvarpsins á ljósvakamiðlum afnumin. Þann 9. október þetta ár hóf Stöð 2 útsendingar og breyttust þá margar venjur sem ríkt höfðu lengi á Íslandi. Til dæmis var sjónvarpað á fimmtudögum og barnaefni var sýnt á sunnudagsmorgnum. Kirkjunnar menn voru ósáttir við síðarnefndu breytinguna og mótmæltu harðlega.

Samkeppni guðsorðs og skrípamynda

Í mars mánuði árið 1987 hringdi Ólafur Skúlason dómprófastur í Stöð 2 og kvartaði yfir sýningunum. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann að verulega hefði dregið úr kirkjusókn barna eftir að þær hófust.

„Ég lagði á það áherslu að þeir væru ekki með þessar útsendingar á þeim tíma sem við erum sérstaklega að höfða til barnanna“ og enn fremur „Við höfum miklar áhyggjur af þessu og ég vona að Stöð 2 átti sig á því að það er ekki æskilegt að hefja samkeppni um sálir barnanna, annars vegar með guðsorði og hins vegar með skrípamyndum,“ sagði Ólafur.

Jón Óttar Ragnarsson stöðvarstjóri sagði að Stöð 2 vildi halda góðum samskiptum við Þjóðkirkjuna en gæti ekki tekið efnið af dagskrá. Bauð hann Ólafi þess í stað að kirkjan gæti fengið hálftíma pláss klukkan 11.30 fyrir kristilegt barnaefni. Hafnaði Ólafur því algerlega.

„Við fögnum því náttúrulega, að þeir vilja sjónvarpa kirkjulegu og trúarlegu efni, en við viljum alls ekki að þær útsendingar verði á sama tíma og barnastarfið fer fram hjá okkur í kirkjunum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla