fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Mesti vísindamaður Íslands

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 5. janúar 2019 11:00

Bókaáhugamaður Hjörtur til vinstri á myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörtur Þórðarson var á meðal fremstu vísindamanna þjóðarinnar, ef ekki sá fremsti. Nafn hans er hins vegar lítt kunnugt hér á landi, enda flutti hann ungur til Ameríku og þar var hann þekktur sem Chester. Hirti var líkt við sjálfan Nikola Tesla. Hann stofnaði stórfyrirtæki, fékk um eitt hundrað einkaleyfi og keypti sína eigin eyju. Auk þess er bókasafn hans eitt af þeim merkilegri sem til eru í gervöllum Bandaríkjunum.

 

Heillaður af náttúruöflunum

Hjörtur var fæddur í Hrútafirði árið 1867, næstyngstur fimm barna Þórðar Árnasonar og Guðrúnar Grímsdóttur frá Bjarnastöðum í Hvítársíðu. Þegar Hjörtur var aðeins sex ára flutti fjölskyldan vestur um haf til borgarinnar Milwaukee í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. Síðar á lífsleiðinni sagðist hann eiga tvær minningar frá æsku sinni á Íslandi, hafölduna og norðurljósin. Fannst honum mesta furða að fullorðna fólkið vissi ekkert af hverju norðurljósin dönsuðu svo björt.

Skömmu eftir að fjölskyldan kom út veiktist Þórður af taugaveiki og lést. Guðrún flutti þá með börnin fimm í sveitina í Dane-sýslu þar sem norskir trúboðar höfðu komið upp samfélagi. Hjörtur var forvitinn um náttúruöflin strax í frumbernsku. Skógurinn og árnar í hinu nýja heimalandi heilluðu hann og kveiktu spurningar. Sem ungur piltur hannaði hann alls kyns stíflur og tæki til að láta árnar snúa hjólum.

Hjörtur hjálpaði við bústörfin heima en hugur hans hneigðist til eðlisfræðinnar. Hann fékk eðlisfræðibók eftir J.G. Fischer sem hann las upp til agna og rafmagnið heillaði hann mest. Hjörtur talaði enn betri íslensku en ensku en enskt nafn fékk hann strax í skólagöngunni, Chester H. Thordarson.

 

Yfirmaður hjá Edison

Átján ára flutti Hjörtur til Chicago og bjó þar með systur sinni. Hann hafði ekki efni á langskólagöngu í eðlisfræði en fékk vinnu við smíðar á raftækjum. Öll laun sem ekki fóru í uppihald notaði hann til að kaupa bækur um raftækni og vísindi. Hjörtur starfaði við rafsmíðar, sem var þá ný iðn, bæði í Chicago og St. Louis. Loks fékk hann yfirmannsstöðu hjá félagi Thomasar Edison. Árið 1895 hætti hann þar og stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Thordarson Electric Manufacturing Company. Einnig giftist hann íslenskri saumakonu, Júlíönu Friðriksdóttur frá Eyrarbakka, og eignuðust þau þrjú börn.

Lítið var að gera fyrstu árin hjá Hirti enda rafmagn ekki orðið almennt. Hann hafði þó nokkuð að gera við að smíða kennslutæki fyrir háskóla. Þá fór hann að prófa sig áfram með alls kyns uppfinningar og sótti um einkaleyfi fyrir mörgum þeirra. Á ævinni allri fékk Hjörtur um eitt hundrað einkaleyfi og flestir háskólar Bandaríkjanna áttu að minnsta kosti eitt tæki frá Hirti. Orðspor hins sjálfmenntaða manns reis hratt og árið 1915 fékk Smithsonian-stofnunin hann til að smíða milljón volta spenni á stórri heimssýningu í San Francisco. Fékk hann viðurnefnið Nicola Tesla Chicago-borgar.

 

Rock Island
Hjörtur bjó þar síðustu árin.

Missti stjórnina í kreppunni

Fyrirtæki hans stækkaði jafnt og þétt og frægð hans jókst með hverju árinu. Áður en kreppan mikla skall á störfuðu 1.500 manns hjá honum og veltan var fimm milljónir dollara á ári. Eftir kreppuna var fyrirtækið í gjörgæslu og Hjörtur varð að láta aðra um stjórnina. Flutti hann þá út í eyjuna Rock Island sem hann hafði keypt og vann þar að fleiri uppfinningum. Árið 1939 hlaut hann fálkaorðuna frá Kristjáni X. konungi.

Í upphafi árs 1945 fékk Hjörtur hjartaslag og lést. Skömmu síðar var fyrirtækið sameinað öðrum og fékk nýtt nafn Thordarson Meissner sem er enn þá starfandi í dag. Árið 1965 keypti Wisconsin-fylki Rock Island af erfingjum Hjartar og kom þar á fót þjóðgarði. Í Wisconsin-háskóla er nafni Hjartar einnig haldið á lofti þar sem Hjörtur arfleiddi skólann að bókasafni sínu. Í safninu eru margir fágætir munir og er heildarvirði þess metið á um einn og hálfan milljarð króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi