fbpx
Laugardagur 23.febrúar 2019
Fókus

Ísbjörn hengdur við borðstokkinn

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 13. janúar 2019 14:00

Skipverjar með bangsahræ DV 28. júní 1993.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipverjar á skipinu Guðnýju ÍS 266 komust í hann krappan þegar þeir hengdu ísbjörn við borðstokkinn sumarið 1993. Sögðu þeir þetta hafa verið mannúðlegustu aðferðina við að aflífa dýrið sem engan veginn hefði verið hægt að bjarga. Skipstjórinn fékk hins vegar á sig kæru frá dýraverndarsamtökunum fyrir ómannúðlega meðferð á birninum.

Tók nokkrar sekúndur

Guðný ÍS 266 frá Bolungarvík var á línuveiðum um sextíu sjómílur norðaustur af Hornbjargi þegar skipverjar sáu hvítabjörn á sundi. Syndi hann upp að skipinu og virtist aðframkominn af þreytu. Í samtali við DV þann 28. júní sagði Rögnvaldur Guðmundsson vélstjóri að ekki hefði neitt annað komið til greina en að fanga dýrið því annars hefði það drukknað.

„Við köstuðum snöru um hann miðjan og drógum hann að skipshliðinni. Það kom síðan einhver kraftur í hann þegar hann var kominn upp á miðja síðu og hann lamdi allt og barði. Við sáum að við myndum ekkert ráða við hann og tókum því þá ákvörðun að drepa hann. Við settum aðra snöru utan um hálsinn á honum og rykktum síðan í. Það tók ekki nema nokkrar sekúndur þar til hann var dauður. Við létum hann dingla í snörunni eins og þeir gerðu í vestrinu.“

Skipstjórinn sýknaður af dýraníði

Hengingin á bangsa vakti mikla athygli og reitti dýraverndunarsinna til reiði. Sérstaklega eftir að í ljós kom að skipstjóri hefði fengið kauptilboð í hræið, þar á meðal sérstakt tilboð í kynfærin. Innan tveggja daga hafði Samband dýraverndarfélaga Íslands sent frá sér tilkynningu þar sem drápið var sagt voðaverk.

„Með þessu verki höfum við sýnt umheiminum að við metum líf þeirra einskis en ráðumst jafnvel á dýr í útrýmingarhættu og murkum úr þeim lífið í gróðaskyni.“

Ekki voru allir heldur sannfærðir um trúverðugleika frásagnar skipverjanna. Karl Skírnisson dýrafræðingur benti til dæmis á að bjarndýr gætu synt dögum saman án þess að þreytast.

Var Jón Pétursson skipstjóri kærður fyrir brot á lögum um dýravernd í kjölfarið. Var þess einnig krafist að lagt yrði hald á hræið og það krufið á tilraunastofunni á Keldum. Rögnvaldur sagði kæruna rugl og að ísbirnir væru ekki friðaðir.

Í september þetta ár var Jón sýknaður af kærunni hjá Héraðsdómi Vestfjarða. Ísbjörninn hafði þá verið afhentur til rannsókna. Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra sagði að samkvæmt samkomulagi yrði feldurinn afhentur Bolvíkingum og komið fyrir á nýrri náttúrugripastofu bæjarins.

 

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Gómuð: Fangamyndir af frægum

Gómuð: Fangamyndir af frægum
Fókus
Í gær

Þekkir þú Óskarsmyndirnar út frá einum ramma? – Taktu prófið!

Þekkir þú Óskarsmyndirnar út frá einum ramma? – Taktu prófið!
Fókus
Í gær

Eva Laufey um föður sinn Hemma Gunn: „Þetta var ekkert alveg venjulegt fjölskyldulíf“

Eva Laufey um föður sinn Hemma Gunn: „Þetta var ekkert alveg venjulegt fjölskyldulíf“
Fókus
Í gær

Ellý Ármanns flúraði sig sjálf: „Nei, sko“ – Sjáðu myndbandið

Ellý Ármanns flúraði sig sjálf: „Nei, sko“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einn sterkasti maður heims spókar sig í Bláa lóninu

Einn sterkasti maður heims spókar sig í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afi allra Íslendinga – Hvert var þitt uppáhalds barnaefni?

Afi allra Íslendinga – Hvert var þitt uppáhalds barnaefni?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingó Veðurguð náði botninum: „Fjórtán bjórar, átta tópasskot og tveir sígarettupakkar“

Ingó Veðurguð náði botninum: „Fjórtán bjórar, átta tópasskot og tveir sígarettupakkar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda Karen gengin út

Alda Karen gengin út