fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Fyrsta íslenska bandið

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 9. september 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru ljóð- og tónelsk þjóð og hafa náð lygilegum frama á sviði tónlistar á undan förnum þremur áratugum. Um aldir kyrjuðu landsmenn saman á samkundum en fyrsta eiginlega hljómsveitin var ekki stofnuð fyrr en árið 1876 og bar hún nafnið Lúðraþeytarafélag Reykjavíkur.

Lúðraþeytarafélagið var hugarfóstur Helga Helgasonar, trésmíðameistara og trompetleikara, en hann stofnaði hljómsveitina eftir að hann kom heim frá Kaupmannahöfn úr söngnámi. Auk þess að smíða hús gat Helgi sett saman orgel, fiðlur og harmónikur listavel og samdi hann tugi laga. Öxar við ána er eitt hans þekktasta.

Innblásturinn til að stofna Lúðraþeytarafélagið fékk Helgi frá danskri sveit sem hingað kom til að flytja lög á þjóðhátíðinni árið 1874. Sex blásara þjálfaði Helgi upp og í kringum árið 1880 spiluðu þeir á hverjum sunnudegi á Austurvelli. Síðar bættust fleiri í hópinn.

Hljómsveitin var starfandi í um fjörutíu ár en breytti um nafn eftir aldamótin og hét þá Lúðraflokkur Reykjavíkur. Lúðrasveitir spruttu upp eins og gorkúlur, í Hafnarfirði, Eyrarbakka, Keflavík og víðar. Helgi stofnaði einnig lúðrasveit í Vestmannaeyjum þar sem hann bjó um tíma en hann lést árið 1922.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“