fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Fókus

TÍMAVÉLIN: Churchill notaði tækifærið og gerði árás með veðurblöðrum

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. júní 2018 11:38

Ein undarlegasta hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar var þegar breski herinn skipulagði blöðruárás á Þýskaland, aðgerð sem nefnd var Operation Outward en blöðrurnar ollu Þriðja ríkinu talsverðu tjóni.

Þann 17. september árið 1940 losnuðu nokkrar veðurblöðrur fyrir slysni, svifu yfir til Noregs og Svíþjóðar og ollu þar tjóni á rafmagnslínum.

Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, ákvað að nýta sér þetta og sendi 100 þúsund latexblöðrur með eldfimum efnum og rafmagnsvírum yfir hafið til Þýskalands.

Um aðgerðina sáu konur í þjóðvarnarsveit Bretlands á þremur stöðum í suðurhluta Englands.

Hætt var að senda blöðrur árið 1944 en þær reyndust Bandamönnum mjög vel því þær kostuðu aðeins örfáa skildinga á meðan tjón Þjóðverja var mikið.

Blöðrurnar lentu á rafmagnsvírum og ollu sprengingum og skammhlaupum.

Ein rafstöð Þjóðverja, nálægt borginni Leipzig, eyðilagðist algerlega í þessari árás.

 

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Gefðu bestu gjöfina í dag

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Gefðu bestu gjöfina í dag
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Stærsta borðtennismót áhugamanna á Íslandi ? Þúsundir fylgdust með úrslitaleik opna Sahara mótsins á Facebook

Stærsta borðtennismót áhugamanna á Íslandi ? Þúsundir fylgdust með úrslitaleik opna Sahara mótsins á Facebook
Fókus
Í gær

Iceland Open líkamsræktarmótið komið til að vera – Fjöldi manns í höllinni – Sjáðu myndirnar

Iceland Open líkamsræktarmótið komið til að vera – Fjöldi manns í höllinni – Sjáðu myndirnar
Fókus
Í gær

Gunnar missti foreldra sína ungur: Dauðinn nálægur í grípandi og hnyttnum smásögum

Gunnar missti foreldra sína ungur: Dauðinn nálægur í grípandi og hnyttnum smásögum
Fókus
Í gær

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Afþakkaðu sykur í dag

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Afþakkaðu sykur í dag
Fókus
Í gær

Berglind Festival fer yfir jólaundirbúninginn – „Af hverju eignuðust Grýla og Leppalúði engar stelpur?“

Berglind Festival fer yfir jólaundirbúninginn – „Af hverju eignuðust Grýla og Leppalúði engar stelpur?“